Bjútí tips Íslendinga Ritstjórn skrifar 18. febrúar 2016 15:00 Glamour Í byrjun árs gerði Glamour óformlega könnun á snyrtivenjum Íslendinga, en niðurstöður þeirrar könnunar má finna í febrúarblaði Glamour sem kom út í vikunni. Þar kom ýmislegt forvitnilegt fram eins og til dæmis að 10 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni mála sig sérstaklega fyrir ræktina og hvaða hlutur er vinsælasta snyrtivaran í snyrtibuddu landans. Að auki fékk Glamour nokkra þekkta Íslendinga til þess að deila með lesendum sínum snyrtivenjum. Meðal þeirra sem sátu fyrir svörum voru þau Páll Óskar Hjálmtýsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona, Hildur Ragnarsdóttir hjá Einveru og Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari.Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? „Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa burstað í mér tennurnar og notað súper sterkt Listerine-munnskol. Stundum er ég með svona munnskol á mér í hanskahólfinu. Mér finnst andfýla meiriháttar dónaskapur gagnvart öðru fólki sem þú mætir yfir daginn,“ segir tónlistarmaðurinn vinsæli Páll Óskar Hjálmtýsson.Hver var fyrsta snyrtivaran þín?„Ég man varla hvað var mín fyrsta snyrtivara. Ef jarðarberjavarasalvi frá Body Shop telst með þá var það hann. Hann var rauður á litinn og mér fannst mjög töff að láta mikið, því þá fékk ég smá lit á varirnar og mér leið eins og prinsessu,“ rifjar Hanna Rún Bazev Óladóttir upp.Til að lesa meira skaltu ekki missa af nýjasta tölublaði Glamour - komið í allar helstu verslanir og sömuleiðis er hægt að tryggja sér áskrift hér eða með því að senda póst á glamour@glamour.is. Glamour Fegurð Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour
Í byrjun árs gerði Glamour óformlega könnun á snyrtivenjum Íslendinga, en niðurstöður þeirrar könnunar má finna í febrúarblaði Glamour sem kom út í vikunni. Þar kom ýmislegt forvitnilegt fram eins og til dæmis að 10 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni mála sig sérstaklega fyrir ræktina og hvaða hlutur er vinsælasta snyrtivaran í snyrtibuddu landans. Að auki fékk Glamour nokkra þekkta Íslendinga til þess að deila með lesendum sínum snyrtivenjum. Meðal þeirra sem sátu fyrir svörum voru þau Páll Óskar Hjálmtýsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona, Hildur Ragnarsdóttir hjá Einveru og Hanna Rún Bazev Óladóttir dansari.Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? „Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa burstað í mér tennurnar og notað súper sterkt Listerine-munnskol. Stundum er ég með svona munnskol á mér í hanskahólfinu. Mér finnst andfýla meiriháttar dónaskapur gagnvart öðru fólki sem þú mætir yfir daginn,“ segir tónlistarmaðurinn vinsæli Páll Óskar Hjálmtýsson.Hver var fyrsta snyrtivaran þín?„Ég man varla hvað var mín fyrsta snyrtivara. Ef jarðarberjavarasalvi frá Body Shop telst með þá var það hann. Hann var rauður á litinn og mér fannst mjög töff að láta mikið, því þá fékk ég smá lit á varirnar og mér leið eins og prinsessu,“ rifjar Hanna Rún Bazev Óladóttir upp.Til að lesa meira skaltu ekki missa af nýjasta tölublaði Glamour - komið í allar helstu verslanir og sömuleiðis er hægt að tryggja sér áskrift hér eða með því að senda póst á glamour@glamour.is.
Glamour Fegurð Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour