Hversu mikilvægt er lækið? Ritstjórn skrifar 18. febrúar 2016 10:30 Það hefur áhrif að fá enginn læk við því sem við setjum inn á samfélagsmiðla. Það er ekki ofsögum sagt að samfélagsmiðlar skipa stóran sess í hversdeginum okkar. Að meðaltali kíkjum við um 150 sinnum í símana okkar á dag þar sem við eigum samskipti við umheiminn í gegnum myndir, stutt myndbönd eða hnyttnar stöðufærslur. En hversu mikilvæg er góð færni á samfélagsmiðlum og er nauðsynlegt að búa sér til reglur um notkun þeirra?Í nýjasta tölublaði Glamour er að finna umfjöllum um samfélagsmiðla þar sem við fengum til liðs við okkur þau Atla Fannar Bjarkason, Berglindi Pétursdóttur og Manuelu Ósk Harðardóttur en þau eiga það sameiginlegt að vera virk á ólíkum miðlum og kunna vel á hin svokölluðu læk. Hér er smá brot úr umfjöllun Glamour : Hefur það áhrif á líðan þína hversu mikil viðbrögð (læk, hjörtu, retweet, komment, o.s.frv.) þú færð við því sem þú setur inn?„Það hefur alveg áhrif á líðan mína. Ef eitthvað fær sturlað mörg læk líður mér vel en ef eitthvað sem mér finnst gott fær engin viðbrögð líður mér furðulega. Kannski ekki illa. En furðulega. Í dag fylgist ég samt mest með hversu margir eru inni á Nútímanum í rauntíma. Það ræður algjörum úrslitum um hvernig skapi ég er í hverju sinni. Sem er skelfilegt. Og þýðir að ég er eiginlega vélmenni,“ segir Atli Fannar, ritstjóri og eigandi Nútímans. Berglind Pétursdóttir, Manuela Ósk og Atli Fannar.Hefur þú fjarlægt eitthvað því að það fékk ekki nógu mikil viðbrögð?„Ég hef vissulega tekið eitthvað út sem ég hef póstað – en oftast er það vegna þess að mér snýst bara hugur – eða mér finnst pósturinn ekki passa. Ég pósta mjög oft í flýti – og hugsa svo kannski: Hvað var ég að spá með þennan eitraða filter?! Ég fjarlægi frekar mynd ef mér finnst hún illa filteruð heldur en ef hún er með fá læk. Ég tek líka reglulega til hjá mér og fjarlægi pósta sem mér finnst bara ekki kúl lengur, “ segir Manuela Ósk en hún er til dæmis mjög virk á Snapchat og Instagram. „Fólk hefur ríka þörf til að eiga í samskiptum við aðra. Þessi þörf hefur fylgt manninum í þúsundir ára og er ein af okkar grunnþörfum. Samskiptaþörfin er flestum okkar meðfædd og gömul arfleifð frá forfeðrum okkar sem urðu að treysta hver á annan og hafa gott læsi í þarfir annarra. Þó að samskiptaleiðir hafi breyst mjög hratt undanfarin ár eru heilinn og þarfirnar óbreyttar,“ segir sálfræðingurinn Margrét Birna Þórarinsdóttir hjá Stofunni sálfræðiþjónustu. Margrét segir það eðlilega afleiðingu af notkun á samfélagsmiðlum að láta lækin þar sig varða. „Mannskepnan þarf svörun og lækið er svar við því sem við setjum frá okkur á samfélagsmiðlana. Það svar er mjög mikilvægt til þess að við höldum áfram að tjá okkur á þessum miðlum.“Til að lesa meira skaltu ekki missa af nýjasta tölublaði Glamour - komið í allar helstu verslanir og sömuleiðis er hægt að tryggja sér áskrift hér eða með því að senda póst á glamour@glamour.is. Glamour Tíska Mest lesið Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Prúðbúin á frumsýningu Rocky Horror Glamour Guli kjóll Beyonce sem allir eru að tala um Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Svona verslar þú á útsölum Glamour Kristen Stewart leikur Coco Chanel Glamour Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour
Það er ekki ofsögum sagt að samfélagsmiðlar skipa stóran sess í hversdeginum okkar. Að meðaltali kíkjum við um 150 sinnum í símana okkar á dag þar sem við eigum samskipti við umheiminn í gegnum myndir, stutt myndbönd eða hnyttnar stöðufærslur. En hversu mikilvæg er góð færni á samfélagsmiðlum og er nauðsynlegt að búa sér til reglur um notkun þeirra?Í nýjasta tölublaði Glamour er að finna umfjöllum um samfélagsmiðla þar sem við fengum til liðs við okkur þau Atla Fannar Bjarkason, Berglindi Pétursdóttur og Manuelu Ósk Harðardóttur en þau eiga það sameiginlegt að vera virk á ólíkum miðlum og kunna vel á hin svokölluðu læk. Hér er smá brot úr umfjöllun Glamour : Hefur það áhrif á líðan þína hversu mikil viðbrögð (læk, hjörtu, retweet, komment, o.s.frv.) þú færð við því sem þú setur inn?„Það hefur alveg áhrif á líðan mína. Ef eitthvað fær sturlað mörg læk líður mér vel en ef eitthvað sem mér finnst gott fær engin viðbrögð líður mér furðulega. Kannski ekki illa. En furðulega. Í dag fylgist ég samt mest með hversu margir eru inni á Nútímanum í rauntíma. Það ræður algjörum úrslitum um hvernig skapi ég er í hverju sinni. Sem er skelfilegt. Og þýðir að ég er eiginlega vélmenni,“ segir Atli Fannar, ritstjóri og eigandi Nútímans. Berglind Pétursdóttir, Manuela Ósk og Atli Fannar.Hefur þú fjarlægt eitthvað því að það fékk ekki nógu mikil viðbrögð?„Ég hef vissulega tekið eitthvað út sem ég hef póstað – en oftast er það vegna þess að mér snýst bara hugur – eða mér finnst pósturinn ekki passa. Ég pósta mjög oft í flýti – og hugsa svo kannski: Hvað var ég að spá með þennan eitraða filter?! Ég fjarlægi frekar mynd ef mér finnst hún illa filteruð heldur en ef hún er með fá læk. Ég tek líka reglulega til hjá mér og fjarlægi pósta sem mér finnst bara ekki kúl lengur, “ segir Manuela Ósk en hún er til dæmis mjög virk á Snapchat og Instagram. „Fólk hefur ríka þörf til að eiga í samskiptum við aðra. Þessi þörf hefur fylgt manninum í þúsundir ára og er ein af okkar grunnþörfum. Samskiptaþörfin er flestum okkar meðfædd og gömul arfleifð frá forfeðrum okkar sem urðu að treysta hver á annan og hafa gott læsi í þarfir annarra. Þó að samskiptaleiðir hafi breyst mjög hratt undanfarin ár eru heilinn og þarfirnar óbreyttar,“ segir sálfræðingurinn Margrét Birna Þórarinsdóttir hjá Stofunni sálfræðiþjónustu. Margrét segir það eðlilega afleiðingu af notkun á samfélagsmiðlum að láta lækin þar sig varða. „Mannskepnan þarf svörun og lækið er svar við því sem við setjum frá okkur á samfélagsmiðlana. Það svar er mjög mikilvægt til þess að við höldum áfram að tjá okkur á þessum miðlum.“Til að lesa meira skaltu ekki missa af nýjasta tölublaði Glamour - komið í allar helstu verslanir og sömuleiðis er hægt að tryggja sér áskrift hér eða með því að senda póst á glamour@glamour.is.
Glamour Tíska Mest lesið Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Prúðbúin á frumsýningu Rocky Horror Glamour Guli kjóll Beyonce sem allir eru að tala um Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Svona verslar þú á útsölum Glamour Kristen Stewart leikur Coco Chanel Glamour Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour