Katrín segir kerfið orðið viðskila við réttlætið Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2016 19:29 Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira