Samtal um samkeppni Páll Gunnar Pálsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar