Búist við ofsaveðri með morgninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 06:58 Það er vonskuveður framundan í dag. Vísir/Vilhelm Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. Þá er spáð miklum skafrennningi og slæmu skyggni á fjallvegum, einkum um norðvestanvert landið en vind er tekið að lægja í öðrum landshlutum. Mjög hvasst var um austanvert landið seint í gærkvöldi og fram á nótt. Björgunarsveitir voru kallaðar út á Eskifirði, Reyðarfirði og á Egilsstöðum til að hemja fjúkandi lausamuni og hefta fok af húsum. Meðal annars fauk hálf byggður sumarbústaður úr stað á Egilsstöðum og einhverjar rúður brotnuðu, en hvergi varð stórtjón, eftir því sem best er vitað. Nú er veður orðið skaplegt þar um slóðir. Lægðin, sem er að ganga norður af landinu, reyndist dýpri en spár gerðu ráð fyrir og því hefur vindurinn varið hvassari en búist var við.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Suðvestan 20-30 metrar á sekúdnu, hvassast norðan og norðvestan til, en hægari syðst fram á kvöld. Él um landið sunnan- og vestanvert, en léttir til annars staðar. Lægir smám saman um og eftir hádegi, suðvestlæg átt 8-15 metrar á sekúndu seint í dag, en allhvass vindur syðst í kvöld og fram á nótt. Kólnandi veður, frost 0 til 7 stig síðdegis. Suðlæg eða breytileg átt 5-13 metrar á sekúndu á morgun og áfram él sunnan-og vestanlands, en úrkomulítið fyrir austan. Vaxandi norðlæg átt norðvestan til síðdegis og kólnar annað kvöld.Færð og aðstæður á vegum: Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir og snjóþekja á Snæfellsnesi. Ófært er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði. Verið er að kanna færð á Bröttubrekku og koma nánari upplýsingar fljótlega. Slæmt ferðaveður er víða á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði. Þar er þó mjög hvasst og blint. Á Norðurlandi er hálka á flestum vegum og mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa. Hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þæfingsfærð í Oddskarði. Enn er ófært á Fjarðarheiði en unnið að hreinsun. Hált er á köflum með suðausturströndinni. Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. Þá er spáð miklum skafrennningi og slæmu skyggni á fjallvegum, einkum um norðvestanvert landið en vind er tekið að lægja í öðrum landshlutum. Mjög hvasst var um austanvert landið seint í gærkvöldi og fram á nótt. Björgunarsveitir voru kallaðar út á Eskifirði, Reyðarfirði og á Egilsstöðum til að hemja fjúkandi lausamuni og hefta fok af húsum. Meðal annars fauk hálf byggður sumarbústaður úr stað á Egilsstöðum og einhverjar rúður brotnuðu, en hvergi varð stórtjón, eftir því sem best er vitað. Nú er veður orðið skaplegt þar um slóðir. Lægðin, sem er að ganga norður af landinu, reyndist dýpri en spár gerðu ráð fyrir og því hefur vindurinn varið hvassari en búist var við.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Suðvestan 20-30 metrar á sekúdnu, hvassast norðan og norðvestan til, en hægari syðst fram á kvöld. Él um landið sunnan- og vestanvert, en léttir til annars staðar. Lægir smám saman um og eftir hádegi, suðvestlæg átt 8-15 metrar á sekúndu seint í dag, en allhvass vindur syðst í kvöld og fram á nótt. Kólnandi veður, frost 0 til 7 stig síðdegis. Suðlæg eða breytileg átt 5-13 metrar á sekúndu á morgun og áfram él sunnan-og vestanlands, en úrkomulítið fyrir austan. Vaxandi norðlæg átt norðvestan til síðdegis og kólnar annað kvöld.Færð og aðstæður á vegum: Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir og snjóþekja á Snæfellsnesi. Ófært er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði. Verið er að kanna færð á Bröttubrekku og koma nánari upplýsingar fljótlega. Slæmt ferðaveður er víða á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði. Þar er þó mjög hvasst og blint. Á Norðurlandi er hálka á flestum vegum og mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa. Hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þæfingsfærð í Oddskarði. Enn er ófært á Fjarðarheiði en unnið að hreinsun. Hált er á köflum með suðausturströndinni.
Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira