Sigmundur segir eins og Árni Páll óttist innrás ferðamanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. febrúar 2016 16:00 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í innviðauppbyggingu vegna fjölgunar ferðamanna á þingi í dag. Vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög. Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira