Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2016 19:46 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. Landsbankinn óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum frá stjórnendum og kaupendum Borgunar hvers vegna bankinn hafi ekki verið upplýstur um þessar greiðslur sem nema 6,4 milljörðum króna. Borgun svaraði bankanum á þriðjudag en þar segir meðal annars að stjórnendur hafi ekki búið yfir upplýsingum um hvort eða hvenær VÍSA í Evrópu yrði selt né um mögulegar greiðslur og upphæð þeirra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 benti Steinþór á að stjórnendur Borgunar hefðu lýst því yfir að þeir hafi vitað að Borgun ætti tilkall til hlutdeildar í þessum valrétt ef það kæmi til einhver greiðsla þar. „Við fengum ekki þær upplýsingar og vorum grandalausir um þessi verðmæti,“ sagði Steinþór. Hið sama mætti segja um marga aðra sem hefðu verslað með bréf af þessu tagi á undanförnum árum. „Aðrir hafa líka verið grandalausir. það hefði verið gott ef við hefðum verið upplýstir um þetta á sínum tima. en við vorum það ekki.“ Steinþór segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort tilefni sé til málsóknar vegna Borgunarmálsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. Landsbankinn óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum frá stjórnendum og kaupendum Borgunar hvers vegna bankinn hafi ekki verið upplýstur um þessar greiðslur sem nema 6,4 milljörðum króna. Borgun svaraði bankanum á þriðjudag en þar segir meðal annars að stjórnendur hafi ekki búið yfir upplýsingum um hvort eða hvenær VÍSA í Evrópu yrði selt né um mögulegar greiðslur og upphæð þeirra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 benti Steinþór á að stjórnendur Borgunar hefðu lýst því yfir að þeir hafi vitað að Borgun ætti tilkall til hlutdeildar í þessum valrétt ef það kæmi til einhver greiðsla þar. „Við fengum ekki þær upplýsingar og vorum grandalausir um þessi verðmæti,“ sagði Steinþór. Hið sama mætti segja um marga aðra sem hefðu verslað með bréf af þessu tagi á undanförnum árum. „Aðrir hafa líka verið grandalausir. það hefði verið gott ef við hefðum verið upplýstir um þetta á sínum tima. en við vorum það ekki.“ Steinþór segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort tilefni sé til málsóknar vegna Borgunarmálsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00
Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25
Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07
Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01
Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00