Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 12:08 Eiður Smári Guðjohnsen var stóískur en kátur þegar hann spjallaði við fréttakonu norska úrvalsdeildarliðsins Molde í dag, en Eiður Smári skrifaði undir eins ára samning við Molde fyrr í dag. Eiður Smári lék síðast í Kína en verður nú undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmanns Manchester United, hjá einu besta og stærsta liði Noregs. „Mér líður frábærlega. Ég hef ekkert spilað síðan kínversku deildinni lauk þannig ég er spenntur fyrir því að byrja og komast út á völl. Ég er ánægður að þetta sé frágengið,“ segir Eiður Smári, en af hverju Molde? „Molde sýndi mikinn áhuga. Ég þekki þjálfarann frá dögum mínum á Englandi. Þegar maður eins og Ole Gunnar Solskjær biður mann um að ræða við sig þarf maður að minnsta kosti að svara.“ „Við ræddum saman um möguleikana. Hann sagði mér frá sinni sýn og ég sagði hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Það var auðvelt að komast að samkomulagi,“ segir Eiður. Mikið er af ungum leikmönnum í liði Molde sem Eiður Smári getur miðlað af sinni gríðarlega miklu reynslu til. „Ég ætla að reyna að hafa jákvæð áhrif á liðið bæði innan sem utan vallar og setja gott fordæmi. Ég má samt ekki gleyma að ég er bara einn af leikmönnum liðsins þannig við verðum að standa saman til að ná árangri,“ segir Eiður Smári. „Ég vil hjálpa liðinu eins og ég get og vonandi vinna Noregsmeistaratitilinn.“ Allt viðtalið við Eið Smára má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var stóískur en kátur þegar hann spjallaði við fréttakonu norska úrvalsdeildarliðsins Molde í dag, en Eiður Smári skrifaði undir eins ára samning við Molde fyrr í dag. Eiður Smári lék síðast í Kína en verður nú undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmanns Manchester United, hjá einu besta og stærsta liði Noregs. „Mér líður frábærlega. Ég hef ekkert spilað síðan kínversku deildinni lauk þannig ég er spenntur fyrir því að byrja og komast út á völl. Ég er ánægður að þetta sé frágengið,“ segir Eiður Smári, en af hverju Molde? „Molde sýndi mikinn áhuga. Ég þekki þjálfarann frá dögum mínum á Englandi. Þegar maður eins og Ole Gunnar Solskjær biður mann um að ræða við sig þarf maður að minnsta kosti að svara.“ „Við ræddum saman um möguleikana. Hann sagði mér frá sinni sýn og ég sagði hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Það var auðvelt að komast að samkomulagi,“ segir Eiður. Mikið er af ungum leikmönnum í liði Molde sem Eiður Smári getur miðlað af sinni gríðarlega miklu reynslu til. „Ég ætla að reyna að hafa jákvæð áhrif á liðið bæði innan sem utan vallar og setja gott fordæmi. Ég má samt ekki gleyma að ég er bara einn af leikmönnum liðsins þannig við verðum að standa saman til að ná árangri,“ segir Eiður Smári. „Ég vil hjálpa liðinu eins og ég get og vonandi vinna Noregsmeistaratitilinn.“ Allt viðtalið við Eið Smára má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Sjá meira
Eiður Smári genginn í raðir Molde Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi spilar í norsku úrvalsdeildinni út tímabilið. 12. febrúar 2016 10:15
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30