Náði óvart EM-lágmarki Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppir í tveimur greinum um helgina en Aníta Hinriksdóttir tekur einnig þátt og keppir í 800 metra hlaupi Fréttablaðið/Anton Brink Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira