Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2016 13:19 Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Sjá meira
Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Sjá meira