Sport

Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Von Miller, besti leikmaðu Super Bowl og hetja í Denver, heldur hér á Vince Lombardi-bikarnum.
Von Miller, besti leikmaðu Super Bowl og hetja í Denver, heldur hér á Vince Lombardi-bikarnum. vísir/getty
NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær.

Milljón manns fögnuðu meisturunum en Denver lagði Carolina Panthers, 24-10, í Super Bowl-leiknum á sunnudag.

Liðið var þó ekki í hefðbundinni rútu heldur voru leikmenn ofan á slökkviliðsbílum. Skemmtileg nýbreytni.

Allt endaði þetta niður í bæ þar sem slegið var upp stórtónleikum. Fólk skemmti sér svo langt fram á kvöld.

Allir sem koma að Broncos fóru upp á sviðið.vísir/getty
Alla skrúðgönguna voru göturnar troðnar af fólki.vísir/getty
Slökkviliðsbílarnir komu vel út.vísir/getty
Peyton Manning, leikstjórnandi Broncos, fagnar fólkinu.vísir/getty
Umgjörðin var glæsileg og veðrið lék við borgarbúa.vísir/getty
Dab this. Stuðningsmaður Broncos tekur hreyfingu Cam Newton, leikstjórnanda Panthers, í búningi Von Miller, Cam fékk aldrei að „dabba“ í Super Bowl og fólkinu í Denver leiddist það ekki.vísir/getty
Mannhafið var endalaust.vísir/getty
vísir/getty
NFL

Tengdar fréttir

Peyton fór í Disneyland

"I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×