Erlent

Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vísir
Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða.

Næstur á eftir honum kemur John Kasich ríkisstjóri Ohio með fimmtán prósent. Þeir Jeb Bush, Ted Cruz og Marco Rubio berjast síðan um þriðja sætið með um tíu prósent hvor, en enn á eftir að telja öll atkvæðin.

Trump og Sanders eiga það sameiginlegt að vera utangarðs í flokkum sínum og eru úrslitin ákveðið reiðarslag fyrir flokksforystuna og merki um að almenningur hafi fengið nóg af flokkapólitíkinni eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum um áratugaskeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×