Sport

Brady verður 42 ára þegar nýi samningurinn hans rennur út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady.
Tom Brady. Vísir/Getty
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í ameríska fótboltanum, er langt frá því að vera fara að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir aðe vera orðinn 38 ára gamall.

Tom Brady hefur samþykkt að framlengja samning sinn við New England Patriots um tvö ár en hann átti tvö ár eftir af gamla samningi sínum. Þetta kom fyrst fram hjá Adam Schefter og Dianna Russini á ESPN.

Nýr samningur Tom Brady og New England Patriots rennur ekki út fyrr en eftir 2019 tímablið en þá verður kappinn orðinn 42 ára gamall.

Tom Brady setti met á síðasta tímabili með New England Patriots en enginn leikstjórnandi 38 ára og eldri hefur náð betra hlutfalli milli snertimarkssendinga og tapaðra bolta á einu tímabili.

Tom Brady átti 5,1 snertimarkssendingu á móti hverri sendingu sem hann kastaði frá sér á nýlokinn leiktíð sem er mögnuð tölfræði hjá þessum frábæra leikstjórnanda.

Brady átti að fá 9 milljón dollara fyrir 2016 tímabilið og 10 milljón dollara fyrir 2017 tímabilið. Hann hefur oft tekið launalækkun til að Patriots-liðið eigi möguleika á því að koma fleiri öflugum leikmönnum undir launaþakinu.

Tom Brady og New England Patriots hafa aðeins komist að munnlegu samkomulagi og það er ekki vitað hvenær hann mun skrifa undir nýja samninginn sinn.

Tom Brady hefur spilaði í NFL-deildinni frá 2000 en hann vann sinn fjórða NFL-titil fyrir ári síðan.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×