Aron Sig: Vildi að pabbi hefði séð fyrsta landsleikinn 27. febrúar 2016 16:24 Aron í leik með Fjölni síðasta sumar. Vísir/valli Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00