Rúmlega 20 milljarða búhnykkur fyrir ríkissjóð Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:09 Arðgreiðslur Landsbankans til ríkissjóðs á þessu ári voru vanmetnar um tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í fjárlögum þessa árs. Bankastjóri Landsbankans segir að það sé stefna hans að vera arðgreiðslubanki og ríkið megi því vænta þess að yfir 80 prósent af árlegum arði hans renni í ríkissjóð. Það er óhætt að segja að rekstur viðskiptabankanna standi í miklum blóma þessi misserin. Samanlagður hagnaður þeirra á síðasta ári var 108 milljarðar króna og eigiðfé þess stærsta, Landsbannkans, var 264,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það er langt umfram viðmið Fjármálaeftirlitsins. Tekjur Landsbankans jukust töluvert í fyrra, ekki vegna hækkunar þjónustugjalda að sögn Steinþórs Pálssonar bankastjóra, heldur vegna aukinna umsvifa og hagstæðrar þróunar á fjármálamörkuðum. Hvað sem því líður hagnast ríkissjóður sem eigandi bankans á öllu saman. „Þetta var góður gangur hjá okkur á síðasta ári. Við erum að skila góðu uppgjöri. Það er aukning í tekjum, kostnaður er að lækka. Fjárhagsstaðan gríðarlega sterk, sem gerir það að verkum að við förum í það að leggja til (við aðalfund) að það verði greiddur mjög myndarlegur arður. Eða 28,5 milljarðar vegna síðasta árs,“ segir Steinþór. Sem er góður búhnykkur upp á 21,5 milljarð króna fyrir ríkissjóð en aðeins var gert ráð fyrir 7 milljörðum í arð frá bankanum í fjárlögum þessa árs. Að auki greiðir bankinn 13,1 milljarð króna í skatt vegna ársins í fyrra. Hagrætt hefur verið í bankanum og starfsólki fækkað um 65 þrátt fyrir sameiningu við tvo lífeyrissjóði. Bankinn greiðir nú 80 prósent hagnaðar og 10 prósent eiginfjár síns í arð. Bankastjórinn segir að stefnu bankans að vera arðgreiðslubanki fyrir eiganda sinn. Ríkissjóður getur því áfram vænst þess að fá góðan arð af bankanum á komandi árum. „Já, við reiknum með að borga stærri hluta hagnaðar í arð. Hagnaður hefur verið mjög mikill nú á síðustu árum. Við eigum þó frekar von á að hann lækki í ljósi þess að hluti af tekjum eru óreglulegir liðir sem við getum ekki reiknað okkur inn í framtíðina,“ segir Steinþór. Enda sé bankinn búinn að selja megnið af þeim fyrirtækjum sem hann fékk vegna hrunsins, þótt hann eigi enn um 15 milljarða í hlutabréfum í fyrirtækjum sem eftir eigi að selja. „Við eigum ennþá hlutabréfaeignir. Tæpa 30 milljarða í hlutabréfum en þar af er um helmingur eignir sem við eigum eftir að selja frá okkur,“ segir Steinþór. En bankinn eigi yfirleitt ekki meira en 20% hlut í þeim fyrirtækjum sem hann eigi eftir að selja. Þar megi nefna FSÍ (Fjárfestingasjóð Íslands), Stoðir sem byggi á erlendri eign og svo Eyri. Borgunarmálið Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Arðgreiðslur Landsbankans til ríkissjóðs á þessu ári voru vanmetnar um tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í fjárlögum þessa árs. Bankastjóri Landsbankans segir að það sé stefna hans að vera arðgreiðslubanki og ríkið megi því vænta þess að yfir 80 prósent af árlegum arði hans renni í ríkissjóð. Það er óhætt að segja að rekstur viðskiptabankanna standi í miklum blóma þessi misserin. Samanlagður hagnaður þeirra á síðasta ári var 108 milljarðar króna og eigiðfé þess stærsta, Landsbannkans, var 264,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það er langt umfram viðmið Fjármálaeftirlitsins. Tekjur Landsbankans jukust töluvert í fyrra, ekki vegna hækkunar þjónustugjalda að sögn Steinþórs Pálssonar bankastjóra, heldur vegna aukinna umsvifa og hagstæðrar þróunar á fjármálamörkuðum. Hvað sem því líður hagnast ríkissjóður sem eigandi bankans á öllu saman. „Þetta var góður gangur hjá okkur á síðasta ári. Við erum að skila góðu uppgjöri. Það er aukning í tekjum, kostnaður er að lækka. Fjárhagsstaðan gríðarlega sterk, sem gerir það að verkum að við förum í það að leggja til (við aðalfund) að það verði greiddur mjög myndarlegur arður. Eða 28,5 milljarðar vegna síðasta árs,“ segir Steinþór. Sem er góður búhnykkur upp á 21,5 milljarð króna fyrir ríkissjóð en aðeins var gert ráð fyrir 7 milljörðum í arð frá bankanum í fjárlögum þessa árs. Að auki greiðir bankinn 13,1 milljarð króna í skatt vegna ársins í fyrra. Hagrætt hefur verið í bankanum og starfsólki fækkað um 65 þrátt fyrir sameiningu við tvo lífeyrissjóði. Bankinn greiðir nú 80 prósent hagnaðar og 10 prósent eiginfjár síns í arð. Bankastjórinn segir að stefnu bankans að vera arðgreiðslubanki fyrir eiganda sinn. Ríkissjóður getur því áfram vænst þess að fá góðan arð af bankanum á komandi árum. „Já, við reiknum með að borga stærri hluta hagnaðar í arð. Hagnaður hefur verið mjög mikill nú á síðustu árum. Við eigum þó frekar von á að hann lækki í ljósi þess að hluti af tekjum eru óreglulegir liðir sem við getum ekki reiknað okkur inn í framtíðina,“ segir Steinþór. Enda sé bankinn búinn að selja megnið af þeim fyrirtækjum sem hann fékk vegna hrunsins, þótt hann eigi enn um 15 milljarða í hlutabréfum í fyrirtækjum sem eftir eigi að selja. „Við eigum ennþá hlutabréfaeignir. Tæpa 30 milljarða í hlutabréfum en þar af er um helmingur eignir sem við eigum eftir að selja frá okkur,“ segir Steinþór. En bankinn eigi yfirleitt ekki meira en 20% hlut í þeim fyrirtækjum sem hann eigi eftir að selja. Þar megi nefna FSÍ (Fjárfestingasjóð Íslands), Stoðir sem byggi á erlendri eign og svo Eyri.
Borgunarmálið Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira