Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 24-22 | Valsmenn í úrslitaleikinn Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar 26. febrúar 2016 19:45 Valsmaðurinn Geir Guðmundsson skorar eitt marka sinna í leiknum . Vísir/Ernir Val tókst loks að losa um sex leikja hreðjatak sem frændur þeirra í Haukum höfðu á Hlíðarendaliðinu og komast í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta með 24-22 sigri á Haukunum í Laugardalshöll í kvöld. Eftir tap í tvíframlengdum undanúrslitaleik í fyrra kom Óskar Bjarni Óskarsson því Valsmönnum aftur í úrslitaleikinn, en á sama tíma varð bikarmeistari síðasta árs, Gunnar Magnússon (þáverandi þjálfari ÍBV), að sætta sig við tap. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og var mikill hraði. Valsmenn keyrðu í bakið á Haukunum og reyndu að halda uppi hraðanum. Þeir náðu 3-1 forskoti en Haukar svöruðu því með þremur mörkum og tóku forystuna, 4-3. Þá komu fimm mörk í röð frá Val, en á þeim tíma varði Hlynur Morthens tvö vítaköst frá Janusi Daða Smárasyni. Hlynur hafði mátulega hægt um sig í fyrri hálfleik en var algjörlega magnaður í þeim síðari og lauk leik með 18 varin skot og 45 prósent hlutfallsmarkvörslu.Janus Daði Smárason liggur eftir í teignum.vísir/ernirHaukarnir voru ekkert á því að gefast upp og voru búnir að minnka muninnn niður í eitt mark, 13-12, fyrir lok fyrri hálfleiks. Þeir jöfnuðu svo leikinn í byrjun seinni hálfleiks, 13-13. Haukarnir fengu gott framlag í sóknarleiknum frá Adam Hauki og Janusi Daða í fyrri hálfleik og framan af í þeim síðari, en síðasta korterið voru þeir ískaldir. Janus Daði sérstaklega var svakalega ólíkur sjálfum sér og þurfti Gunnar Magnússon að taka hann af velli þegar um tíu mínútur voru eftir. Janus kom aftur inn á undir lokin þegar Valsmenn voru með 1-2 marka forskot en þá gekk ekkert hjá herforingja Haukanna. Janus Daði, sem er potturinn og pannan í sóknarleik Hauka, skoraði sex mörk en þurfti til þess 19 skot. Þá var hann á köflum í leiknum að setja nýtt Norðurlandamet í að stinga boltanum niður og taka slæmar ákvarðanir. Honum verður þó svo sannarlega ekki einum kennt um tapið. Hann bara getur betur. Valsvörnin var algjörlega frábær í leiknum og hélt aftur af sterku Haukaliðinu. Sóknir Haukanna voru sumar mjög langar en Valsmenn stóðu þær af sér með Hlyn frábæran í markinu.Guðmundur Hólmar Helgason spilaði vel í vörninni.vísir/ernirÓmar Ingi Magnússon var maðurinn sem tók af skarið hjá Val, en hann skoraði tíu mörk úr fimmtán skotum. Hann var lang besti leikmaður Vals í sóknarleiknum. Varnarleikur Hauka var ekkert slor, þó ekki jafn góður og hjá Val. Giedrius Morkunas hélt Íslandsmeisturunum á lífi undir lokin og gaf sínum mönnum hvert tækifærið á fætur öðru til að minnka muninn í eitt mark nú eða bara jafna leikinn. Það tókst ekki. Morkunas varði í heildina 16 skot og var með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann er þó væntanlega frekar ósáttur við sum skotin sem lágu í netinu hjá honum þegar Valsmenn voru að skjóta í gegnum Haukavörnina. Í baráttu tveggja bestu liða landsins var Valsliðið ívið betra og verðskuldaði sigurinn. Lærisveinar Óskars Bjarna fá nú tækifæri til að vinna bikarinn í níunda sinn og í fyrsta sinn síðan 2011.Óskar Bjarni Óskarsson ræðir við sína menn í Höllinni í kvöld.vísir/ernirÓskar Bjarni: Bubbi verður mér stundum reiður Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var eðlilega kampakátur eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann var sérstaklega ánægður með hvernig hans strákar héldu haus síðustu tíu mínúturnar. „Haukarnir eru búnir að spila mun betur en við í síðustu leikjum á meðan hlutirnir hafa ekki verið að falla fyrir okkur. Það blundar alveg á bakvið eyra að liðið sem er að spila best gæti gert eitthvað undir lokin,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi. „Vörnin var frábær. Ég veit ekki hvað Haukarnir fengu mörg fríköst, en þeir voru samt alltaf að sækja þannig það var ekkert að því.“ „Ég gerði smá mistök að setja Geir ekki aftur inn á undir lokin. Ómar var bara svo heitur. Geir var búinn að vera magnaður þannig hann mátti alveg koma inn á þannig Ómari væri ferskari undir lokin.“ „Ég er stoltur af strákunum. Mér fannst við flottir nánast allan leikinn,“ sagði Óskar Bjarni. Hlynur Morthens, markvörður Vals, var algjörlega magnaður í síðari hálfleik þrátt fyrir ekkert svo öfluga byrjun eftir leikhléið. Hann sá varamarkvörðinn hita upp og keyrði sig þá í gang. „Ég hélt það væri eitthvað smá vesen á Bubba í byrjun seinni hálfleiks. Þá sendi ég Sigga að hita og þegar Siggi fer að hita verður Bubbi stundum reiður út í mig og tekur nokkra bolta,“ sagði Óskar skælbrosandi. Haukarnir þurfa að mæta aftur á morgun í úrslitaleikinn eftir tæpa sólarhrings langa hvíld. Hvernig ætlar Óskar að passa upp á sína menn? „Ég tapaði í tvíframlengdum leik í fyrra og fór þá heim í fýlu. Ég er að komast í úrslit í fyrsta sinn í þessu fyrirkomulagi. Í gamla daga, 1900 og eitthvað, þá mætti maður bara í einn bikarúrslitaleik,“ sagði Óskar. „Ætli ég leiti ekki ráða hjá Gunnari vini mínum Magnússyni sem vann þetta í fyrra. Ég fæ að vita hvað hann gerði,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson.Adam Haukur Baumruk var kaldur undir lokin.vísir/ernirGunnar: Ósáttur við nokkra dóma „Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði niðurlútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, við Vísi eftir tapið gegn Val í kvöld. „Bubbi var okkur erfiður. Hann tók tvö víti í fyrri hálfleik og varði mikið í seinni hálfleik. Við vorum að koma okkur oft í góð færi.“ Góð færi voru samt ekki það sem Haukarnir komu sér á lokakaflanum og var Gunnar sammála því. Hann kendi Hlyni Morthens að stórum hluta um það. „Ég var ekki sáttur við færin sem við vorum að fá síðustu tíu til tólf mínúturnar. Þá vorum við orðnir þreyttir, en Bubbi var líka búinn að taka vígtennurnar úr okkur,“ sagði Gunnar. „Við vorum í vandræðum í sókninni og það vantaði allt tempó. Adam var orðinn kaldur og Janus kaldur og sama má segja um Elías Má. Þá verður þetta erfiðara. En á móti steig Ómar Ingi upp fyrir Val og var okkur erfiður.“ „Hugmyndafræði okkar er farin þegar einhver einn ætlar að taka yfir leikinn. Það gerðist svolítið síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Gunnar. Gunnar var ekki nógu sáttur við dómara leiksins. „Ég er hundóánægður með marga dóma í leiknum. Tveimur vítaköstum sem við áttum að fá var sleppt. Mér fannst þetta erfið brekka í dag og svo vorum við með þetta á móti okkur líka. Valsmenn fengu fráköstin og þetta var bara erfitt í allan dag,“ sagði Gunnar. „Við fengum líka lítið af hraðaupphlaupum. Ég vildi keyra meira í bakið á þeim en við vorum lengi fram. Ég var óánægður með það. Það er stutt á milli í þessu. Einn bolti varinn og eitt færi sem við nýtum þá hefðum við getað komist inn í þetta betur. Heilt yfir voru Valsmenn betri síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Gunnar Magnússon.Ómar Ingi skorar eitt af tíu mörkum sínum.vísir/ernirÓmar Ingi: Skýt þegar ég er heitur „Mér fannst þetta vera okkar leikur frá byrjun,“ sagði tíu marka maðurinn Ómar Ingi Magnússon við Vísi eftir sigurinn í kvöld. Þrátt fyrir spennandi lokamínútur var hann alltaf á því að Valsmenn væru að fara að mæta í úrslitaleikinn á morgun. „Við vorum betri fannst mér. Við áttum að vera þremur til fjórum mörkum yfir í hálfleik og mér fannst við alltaf vera með þennan leik,“ sagði hann. Haukarnir voru búnir að vinna Val í sex mótsleikjum í röð fram að leiknum í kvöld. Þar af vann Haukaliðið frændur sína í Val, 3-0, í úrslitakeppninni í fyrra. „Það var kominn tími til að vinna þá. Þetta var flott hjá okkur í dag. Haukarnir eru sterkir en við vorum bara betri,“ sagði Ómar sem var sjóðheitur í leiknum. „Mér leið vel. Ég var að hitta fínt en kannski farinn að skjóta aðeins of mikið í lokin. En þegar maður er heitur þá heldur maður áfram að skora.“ Tæpur sólarhringur er í úrslitaleikinn. „Við þurfum ekkert að gíra okkur upp í leikinn á morgun. Þetta er bikarúrslitaleikur. Við þurfum bara að vera klárir hvort sem við fáum Gróttu eða Stjörnuna,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Val tókst loks að losa um sex leikja hreðjatak sem frændur þeirra í Haukum höfðu á Hlíðarendaliðinu og komast í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta með 24-22 sigri á Haukunum í Laugardalshöll í kvöld. Eftir tap í tvíframlengdum undanúrslitaleik í fyrra kom Óskar Bjarni Óskarsson því Valsmönnum aftur í úrslitaleikinn, en á sama tíma varð bikarmeistari síðasta árs, Gunnar Magnússon (þáverandi þjálfari ÍBV), að sætta sig við tap. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og var mikill hraði. Valsmenn keyrðu í bakið á Haukunum og reyndu að halda uppi hraðanum. Þeir náðu 3-1 forskoti en Haukar svöruðu því með þremur mörkum og tóku forystuna, 4-3. Þá komu fimm mörk í röð frá Val, en á þeim tíma varði Hlynur Morthens tvö vítaköst frá Janusi Daða Smárasyni. Hlynur hafði mátulega hægt um sig í fyrri hálfleik en var algjörlega magnaður í þeim síðari og lauk leik með 18 varin skot og 45 prósent hlutfallsmarkvörslu.Janus Daði Smárason liggur eftir í teignum.vísir/ernirHaukarnir voru ekkert á því að gefast upp og voru búnir að minnka muninnn niður í eitt mark, 13-12, fyrir lok fyrri hálfleiks. Þeir jöfnuðu svo leikinn í byrjun seinni hálfleiks, 13-13. Haukarnir fengu gott framlag í sóknarleiknum frá Adam Hauki og Janusi Daða í fyrri hálfleik og framan af í þeim síðari, en síðasta korterið voru þeir ískaldir. Janus Daði sérstaklega var svakalega ólíkur sjálfum sér og þurfti Gunnar Magnússon að taka hann af velli þegar um tíu mínútur voru eftir. Janus kom aftur inn á undir lokin þegar Valsmenn voru með 1-2 marka forskot en þá gekk ekkert hjá herforingja Haukanna. Janus Daði, sem er potturinn og pannan í sóknarleik Hauka, skoraði sex mörk en þurfti til þess 19 skot. Þá var hann á köflum í leiknum að setja nýtt Norðurlandamet í að stinga boltanum niður og taka slæmar ákvarðanir. Honum verður þó svo sannarlega ekki einum kennt um tapið. Hann bara getur betur. Valsvörnin var algjörlega frábær í leiknum og hélt aftur af sterku Haukaliðinu. Sóknir Haukanna voru sumar mjög langar en Valsmenn stóðu þær af sér með Hlyn frábæran í markinu.Guðmundur Hólmar Helgason spilaði vel í vörninni.vísir/ernirÓmar Ingi Magnússon var maðurinn sem tók af skarið hjá Val, en hann skoraði tíu mörk úr fimmtán skotum. Hann var lang besti leikmaður Vals í sóknarleiknum. Varnarleikur Hauka var ekkert slor, þó ekki jafn góður og hjá Val. Giedrius Morkunas hélt Íslandsmeisturunum á lífi undir lokin og gaf sínum mönnum hvert tækifærið á fætur öðru til að minnka muninn í eitt mark nú eða bara jafna leikinn. Það tókst ekki. Morkunas varði í heildina 16 skot og var með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann er þó væntanlega frekar ósáttur við sum skotin sem lágu í netinu hjá honum þegar Valsmenn voru að skjóta í gegnum Haukavörnina. Í baráttu tveggja bestu liða landsins var Valsliðið ívið betra og verðskuldaði sigurinn. Lærisveinar Óskars Bjarna fá nú tækifæri til að vinna bikarinn í níunda sinn og í fyrsta sinn síðan 2011.Óskar Bjarni Óskarsson ræðir við sína menn í Höllinni í kvöld.vísir/ernirÓskar Bjarni: Bubbi verður mér stundum reiður Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var eðlilega kampakátur eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann var sérstaklega ánægður með hvernig hans strákar héldu haus síðustu tíu mínúturnar. „Haukarnir eru búnir að spila mun betur en við í síðustu leikjum á meðan hlutirnir hafa ekki verið að falla fyrir okkur. Það blundar alveg á bakvið eyra að liðið sem er að spila best gæti gert eitthvað undir lokin,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi. „Vörnin var frábær. Ég veit ekki hvað Haukarnir fengu mörg fríköst, en þeir voru samt alltaf að sækja þannig það var ekkert að því.“ „Ég gerði smá mistök að setja Geir ekki aftur inn á undir lokin. Ómar var bara svo heitur. Geir var búinn að vera magnaður þannig hann mátti alveg koma inn á þannig Ómari væri ferskari undir lokin.“ „Ég er stoltur af strákunum. Mér fannst við flottir nánast allan leikinn,“ sagði Óskar Bjarni. Hlynur Morthens, markvörður Vals, var algjörlega magnaður í síðari hálfleik þrátt fyrir ekkert svo öfluga byrjun eftir leikhléið. Hann sá varamarkvörðinn hita upp og keyrði sig þá í gang. „Ég hélt það væri eitthvað smá vesen á Bubba í byrjun seinni hálfleiks. Þá sendi ég Sigga að hita og þegar Siggi fer að hita verður Bubbi stundum reiður út í mig og tekur nokkra bolta,“ sagði Óskar skælbrosandi. Haukarnir þurfa að mæta aftur á morgun í úrslitaleikinn eftir tæpa sólarhrings langa hvíld. Hvernig ætlar Óskar að passa upp á sína menn? „Ég tapaði í tvíframlengdum leik í fyrra og fór þá heim í fýlu. Ég er að komast í úrslit í fyrsta sinn í þessu fyrirkomulagi. Í gamla daga, 1900 og eitthvað, þá mætti maður bara í einn bikarúrslitaleik,“ sagði Óskar. „Ætli ég leiti ekki ráða hjá Gunnari vini mínum Magnússyni sem vann þetta í fyrra. Ég fæ að vita hvað hann gerði,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson.Adam Haukur Baumruk var kaldur undir lokin.vísir/ernirGunnar: Ósáttur við nokkra dóma „Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði niðurlútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, við Vísi eftir tapið gegn Val í kvöld. „Bubbi var okkur erfiður. Hann tók tvö víti í fyrri hálfleik og varði mikið í seinni hálfleik. Við vorum að koma okkur oft í góð færi.“ Góð færi voru samt ekki það sem Haukarnir komu sér á lokakaflanum og var Gunnar sammála því. Hann kendi Hlyni Morthens að stórum hluta um það. „Ég var ekki sáttur við færin sem við vorum að fá síðustu tíu til tólf mínúturnar. Þá vorum við orðnir þreyttir, en Bubbi var líka búinn að taka vígtennurnar úr okkur,“ sagði Gunnar. „Við vorum í vandræðum í sókninni og það vantaði allt tempó. Adam var orðinn kaldur og Janus kaldur og sama má segja um Elías Má. Þá verður þetta erfiðara. En á móti steig Ómar Ingi upp fyrir Val og var okkur erfiður.“ „Hugmyndafræði okkar er farin þegar einhver einn ætlar að taka yfir leikinn. Það gerðist svolítið síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Gunnar. Gunnar var ekki nógu sáttur við dómara leiksins. „Ég er hundóánægður með marga dóma í leiknum. Tveimur vítaköstum sem við áttum að fá var sleppt. Mér fannst þetta erfið brekka í dag og svo vorum við með þetta á móti okkur líka. Valsmenn fengu fráköstin og þetta var bara erfitt í allan dag,“ sagði Gunnar. „Við fengum líka lítið af hraðaupphlaupum. Ég vildi keyra meira í bakið á þeim en við vorum lengi fram. Ég var óánægður með það. Það er stutt á milli í þessu. Einn bolti varinn og eitt færi sem við nýtum þá hefðum við getað komist inn í þetta betur. Heilt yfir voru Valsmenn betri síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Gunnar Magnússon.Ómar Ingi skorar eitt af tíu mörkum sínum.vísir/ernirÓmar Ingi: Skýt þegar ég er heitur „Mér fannst þetta vera okkar leikur frá byrjun,“ sagði tíu marka maðurinn Ómar Ingi Magnússon við Vísi eftir sigurinn í kvöld. Þrátt fyrir spennandi lokamínútur var hann alltaf á því að Valsmenn væru að fara að mæta í úrslitaleikinn á morgun. „Við vorum betri fannst mér. Við áttum að vera þremur til fjórum mörkum yfir í hálfleik og mér fannst við alltaf vera með þennan leik,“ sagði hann. Haukarnir voru búnir að vinna Val í sex mótsleikjum í röð fram að leiknum í kvöld. Þar af vann Haukaliðið frændur sína í Val, 3-0, í úrslitakeppninni í fyrra. „Það var kominn tími til að vinna þá. Þetta var flott hjá okkur í dag. Haukarnir eru sterkir en við vorum bara betri,“ sagði Ómar sem var sjóðheitur í leiknum. „Mér leið vel. Ég var að hitta fínt en kannski farinn að skjóta aðeins of mikið í lokin. En þegar maður er heitur þá heldur maður áfram að skora.“ Tæpur sólarhringur er í úrslitaleikinn. „Við þurfum ekkert að gíra okkur upp í leikinn á morgun. Þetta er bikarúrslitaleikur. Við þurfum bara að vera klárir hvort sem við fáum Gróttu eða Stjörnuna,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira