Vinna best saman í liði Ritstjórn skrifar 26. febrúar 2016 11:30 Myndir: Hildur Erla Gísladóttir Gætir þú hugsað þér að vinna við hlið maka þíns daginn út og inn? Eyða hverri vakandi og sofandi mínútu sólarhringsins með manneskjunni sem þú elskar? Sumir myndu svara þessari spurningu játandi á meðan aðrir geta ekki hugsað sér að vinna með maka sínum. Heldurðu að þú værir öðruvísi vinnufélagi en maki og mynduð þið stelast til að kyssast í vinnunni? Í nýjasta tölublaði Glamour höfðum við samband við nokkur pör sem eiga það sameiginlegt að hafa búið til farsæl fyrirtæki saman og lifa því og hrærast í sama hversdeginum frá morgni til kvölds.„Fyrsta hálfa árið eftir að við opnuðum vorum við bara tvö í fyrirtækinu og vildum vera mjög varkár með að ráða ekki inn fólk fyrr en fyrirtækið væri komið með góðan rekstrargrundvöll. Þegar það styttist svo í settan fæðingardag sonar okkar þá hreinlega urðum við að finna einhvern til að leysa okkur af. Við fundum fullkomna manneskju í starfið en sú þurfti að klára aðra vinnu og gat ekki byrjað fyrr en tveimur vikum eftir settan dag. Það var því annaðhvort að Sól færi tvær vikur yfir settan dag eða loka búðinni í einhverja daga. Fyrri kosturinn var ekki til umræðu hjá Sól og Sigurbjörn Skuggi kom í heiminn viku eftir settan dag. Ég stökk af fæðingardeildinni með miða til að setja á hurðina: „Lokað vegna fjölgunar í fjölskyldunni.“ Ég held að enginn hafi verið fúll við að koma að lokuðum dyrum og frekar að þetta hafi vakið jákvæða athygli. Það reyndar hittist akkúrat þannig á að það komu tveir kúnnar inn á meðan ég var þarna ósofinn í sæluvímu að prenta út miðann, annar kúnninn lagði inn pöntun að einni af stærstu sölu okkar á þessum tíma,“ segir Magnús Berg Magnússon sem á húsgagnaverslunina NORR 11 ásamt unnustu sinni Júlíönu Sól Sigurbjörnsdóttur. Þau deila sinni reynslu ásamt þeim Hafdísi Jónsdóttur og Birni Kr. Leifssyni sem reka World Class, Hafsteini Júlíussyni og Karitas Sveinsdóttur sem eiga saman hönnunarfyrirtækið HAF og Hafstein Halldórsson og Guðrúnu Öglu Egilsdóttur hjá Happie Furniture. Tryggðu þér eintak af nýjasta Glamour í öllum helstu verslunum eða komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Glamour Tíska Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Dóttir Michael Jackson er forsíðufyrirsæta Harper's Bazaar Glamour Klassík sem endist Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Glamour
Gætir þú hugsað þér að vinna við hlið maka þíns daginn út og inn? Eyða hverri vakandi og sofandi mínútu sólarhringsins með manneskjunni sem þú elskar? Sumir myndu svara þessari spurningu játandi á meðan aðrir geta ekki hugsað sér að vinna með maka sínum. Heldurðu að þú værir öðruvísi vinnufélagi en maki og mynduð þið stelast til að kyssast í vinnunni? Í nýjasta tölublaði Glamour höfðum við samband við nokkur pör sem eiga það sameiginlegt að hafa búið til farsæl fyrirtæki saman og lifa því og hrærast í sama hversdeginum frá morgni til kvölds.„Fyrsta hálfa árið eftir að við opnuðum vorum við bara tvö í fyrirtækinu og vildum vera mjög varkár með að ráða ekki inn fólk fyrr en fyrirtækið væri komið með góðan rekstrargrundvöll. Þegar það styttist svo í settan fæðingardag sonar okkar þá hreinlega urðum við að finna einhvern til að leysa okkur af. Við fundum fullkomna manneskju í starfið en sú þurfti að klára aðra vinnu og gat ekki byrjað fyrr en tveimur vikum eftir settan dag. Það var því annaðhvort að Sól færi tvær vikur yfir settan dag eða loka búðinni í einhverja daga. Fyrri kosturinn var ekki til umræðu hjá Sól og Sigurbjörn Skuggi kom í heiminn viku eftir settan dag. Ég stökk af fæðingardeildinni með miða til að setja á hurðina: „Lokað vegna fjölgunar í fjölskyldunni.“ Ég held að enginn hafi verið fúll við að koma að lokuðum dyrum og frekar að þetta hafi vakið jákvæða athygli. Það reyndar hittist akkúrat þannig á að það komu tveir kúnnar inn á meðan ég var þarna ósofinn í sæluvímu að prenta út miðann, annar kúnninn lagði inn pöntun að einni af stærstu sölu okkar á þessum tíma,“ segir Magnús Berg Magnússon sem á húsgagnaverslunina NORR 11 ásamt unnustu sinni Júlíönu Sól Sigurbjörnsdóttur. Þau deila sinni reynslu ásamt þeim Hafdísi Jónsdóttur og Birni Kr. Leifssyni sem reka World Class, Hafsteini Júlíussyni og Karitas Sveinsdóttur sem eiga saman hönnunarfyrirtækið HAF og Hafstein Halldórsson og Guðrúnu Öglu Egilsdóttur hjá Happie Furniture. Tryggðu þér eintak af nýjasta Glamour í öllum helstu verslunum eða komdu í hóp frábærra áskrifenda hér.
Glamour Tíska Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Dóttir Michael Jackson er forsíðufyrirsæta Harper's Bazaar Glamour Klassík sem endist Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Glamour