Lítið fór fyrir öðrum frambjóðendum.
Þeir þrír eru efstir í forvalinu hingað til en bæði Cruz og Rubio réðust ítrekað á Donald Trump, sem hefur unnið þrjár af fjórum kosningum og eru sérfræðingar á því að Rubio hafi skarað framúr. Þrátt fyrir að kappræðurnar hafi oft á tíðum snúist um að framíköll og móðganir.
Rubio setti út á innflytjendastefnu Trump, utanríkismálastefnu hans, stefnuna varðandi heilbrigðiskerfið og margt fleira.
Á einum tímapunkti, þegar þeir voru allir að tala í einu benti Trump á þá báða og sagði Rubio vera hræddan við álag og Cruz vera lygara.
Rubio gagnrýndi Trump fyrir að hafa ráðið útlendinga í byggingastörf og að hafa verið sektaður fyrir að brjóta á réttindum verkamanna sinna. Trump skaut til baka og sagðist hafa ráðið tugi þúsunda en Rubio hefði aldrei ráðið neinn.
Þegar Trump veittist að Rubio fyrir sölu á húsi, sagði Rubio að ef Trump hefði ekki erft 200 milljónir dala frá föður sínum væri hann að selja úr á Manhattan í New York.
Hér að neðan má sjá nokkur af rifrildum næturinnar. Hægt er að sjá fleiri myndbönd á Youtubesíðu CNN, sem hélt kappræðurnar. Þar má meðal annars sjá viðtöl við frambjóðendur að kappræðunum loknum.