Langaði ekki í barnið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Hulda Birna með fjögurra mánaða dótturina Sigrúnu Birnu. Í dag gengur litlu fjölskyldunni vel í lífinu og þakkar 33C árangurinn. vísir/anton Í dag ætla Hulda Birna Vignisdóttir og Einar Einarsson að hefja söfnun til styrktar geðdeildinni 33C. Þar dvöldu þau ásamt nýfæddri dóttur sinni í desember síðastliðnum. Dvölin kom Huldu Birnu upp úr mjög alvarlegu fæðingarþunglyndi og nú vill litla fjölskyldan gefa eitthvað til baka. „Aðstaðan þarna er hræðileg. Það vantar nauðsynlega hluti fyrir ungbörn og mæður, eins og brjóstapumpu. Það er ekkert samveruherbergi fyrir mæður og börn fyrir utan gluggalaust herbergi inn af vaktherberginu. Þar að auki er mygla á deildinni og vond lykt. Veggirnir á baðherbergjunum eru dökkbrúnir og vaskarnir gulir. Þetta er í raun mjög niðurdrepandi umhverfi og því ekki það besta fyrir nýbakaðar mæður í þunglyndiskasti,“ segir Hulda. Deildin er bráðamóttaka fyrir fólk með almenna geðsjúkdóma en þangað leggjast einnig inn óléttar konur og nýbakaðar mæður. Hulda lagðist inn þegar hún varð alveg ófær um daglegt líf. Hún hefur alltaf barist við þunglyndi en hafði náð góðri stjórn á því og var einkennalaus í mörg ár þegar hún varð barnshafandi. Þá gaus þunglyndið upp aftur og varð enn verra eftir að dóttirin fæddist. „Ég upplifði að mig langaði ekki að eiga hana, ekki horfa á hana og ekki hugsa um hana. Mér versnaði stöðugt og ég var farin að hugsa um sjálfsvíg. Ég gat ekkert hugsað um stelpuna, var ekki með hana á brjósti enda var það of náin stund fyrir mig. Að lokum samþykkti ég að leggjast inn á geðdeild.“ Fjölskyldan dvaldi á deildinni í einn mánuð. Mikilvægt er að börnin séu með mæðrum sínum á deildinni til að tengslamyndun rofni ekki, börnin finni lyktina af móður sinni og móðirin sjái barnið á hverjum degi. Börnin eru oft í umsjá starfsmanna, til dæmis á nóttunni, og þar til móðirin getur smátt og smátt hugsað meira um það. „Þegar ég kom þarna inn sá ég ekki fram á að mér myndi einhvern tímann batna. Ég sá ekki fyrir mér að elska þetta barn. Mér fannst hún vera fyrir og að það væri henni að kenna að mér liði svona. En aðstoðin sem ég fékk er ómetanleg. Hún kom mér bókstaflega aftur á fætur.“ Og fjölskyldan vill borga til baka aðstoðina í formi fjáröflunar fyrir deildina sem Hulda segir greinilega fjársvelta. „Það er ótrúlegt hvað það eru margar konur sem þjást af fæðingarþunglyndi og fá ekki viðeigandi aðstoð. Þessi deild býður upp á magnaða aðstoð og við verðum að viðhalda þessu. Efla og styrkja deildina.“ Hulda er enn í reglulegum viðtölum hjá teymi sem sinnir mæðrum með fæðingarþunglyndi. Hún segir að allt gangi mjög vel í dag og hún sé full þakklætis. Í desember skrifaði Einar afar einlægan pistil um reynslu sína af fæðingarþunglyndi Huldu. Nú kemur Hulda fram og talar um sína reynslu. Hún segir að þau vilji stíga fram því þetta sé enn mikið tabú. „Við erum bara eðlileg fjölskylda úr Grafarvoginum sem fór út af brautinni. Við fórum inn á geðdeild af því að við þurftum aðstoð og erum mun sterkari fyrir vikið.“Einar tjáði sig á einlægan hátt um fæðingarþunglyndi Huldu og erfiða reynslu sína tengda því þegar fjölskyldan lá inni á 33C. Þau hjónin vilja opinskáa umræðu um fæðingarþunglyndi.vísir/antonTíu til fimmtán konur lagðar inn á ári hverju FMB-teymið (foreldrar, meðganga, barn) var stofnað 2009. Teymið meðhöndlar konur með fæðingarþunglyndi og fær um 100 tilvísanir á ári. Mikill biðlisti hefur verið eftir þjónustu teymisins undanfarin ár. Þegar veikindin eru mjög alvarleg þarf að leggja konurnar inn á geðdeild. Bráðamóttakan 33C sem sinnir fólki með almenna geðsjúkdóma hefur tekið á móti konunum. Áður fyrr voru aðeins fjórar til sex mæður á ári sem lögðust inn á geðdeild vegna fæðingarþunglyndis en síðustu ár hafa tíu til fimmtán konur lagst inn á 33C á hverju ári, ásamt barni og oft maka. Eingöngu tvær konur komast fyrir á deildinni í einu því of mikið álag er á starfsmenn að vera með þrjú börn. Deildin fær ekki aukafjármagn til kaupa á vörum fyrir mæður og börn. Ekki er sérstaklega gert ráð fyrir þessum málaflokki í heilbrigðiskerfinu.Fjáröflun fjölskyldunnarÁ síðunni jaha.is verður uppboð á íþróttatreyjum og tekið á móti frjálsum framlögum til styrktar 33C. Einnig er tekið á móti gjöfum fyrirtækja og einstaklinga. Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í dag ætla Hulda Birna Vignisdóttir og Einar Einarsson að hefja söfnun til styrktar geðdeildinni 33C. Þar dvöldu þau ásamt nýfæddri dóttur sinni í desember síðastliðnum. Dvölin kom Huldu Birnu upp úr mjög alvarlegu fæðingarþunglyndi og nú vill litla fjölskyldan gefa eitthvað til baka. „Aðstaðan þarna er hræðileg. Það vantar nauðsynlega hluti fyrir ungbörn og mæður, eins og brjóstapumpu. Það er ekkert samveruherbergi fyrir mæður og börn fyrir utan gluggalaust herbergi inn af vaktherberginu. Þar að auki er mygla á deildinni og vond lykt. Veggirnir á baðherbergjunum eru dökkbrúnir og vaskarnir gulir. Þetta er í raun mjög niðurdrepandi umhverfi og því ekki það besta fyrir nýbakaðar mæður í þunglyndiskasti,“ segir Hulda. Deildin er bráðamóttaka fyrir fólk með almenna geðsjúkdóma en þangað leggjast einnig inn óléttar konur og nýbakaðar mæður. Hulda lagðist inn þegar hún varð alveg ófær um daglegt líf. Hún hefur alltaf barist við þunglyndi en hafði náð góðri stjórn á því og var einkennalaus í mörg ár þegar hún varð barnshafandi. Þá gaus þunglyndið upp aftur og varð enn verra eftir að dóttirin fæddist. „Ég upplifði að mig langaði ekki að eiga hana, ekki horfa á hana og ekki hugsa um hana. Mér versnaði stöðugt og ég var farin að hugsa um sjálfsvíg. Ég gat ekkert hugsað um stelpuna, var ekki með hana á brjósti enda var það of náin stund fyrir mig. Að lokum samþykkti ég að leggjast inn á geðdeild.“ Fjölskyldan dvaldi á deildinni í einn mánuð. Mikilvægt er að börnin séu með mæðrum sínum á deildinni til að tengslamyndun rofni ekki, börnin finni lyktina af móður sinni og móðirin sjái barnið á hverjum degi. Börnin eru oft í umsjá starfsmanna, til dæmis á nóttunni, og þar til móðirin getur smátt og smátt hugsað meira um það. „Þegar ég kom þarna inn sá ég ekki fram á að mér myndi einhvern tímann batna. Ég sá ekki fyrir mér að elska þetta barn. Mér fannst hún vera fyrir og að það væri henni að kenna að mér liði svona. En aðstoðin sem ég fékk er ómetanleg. Hún kom mér bókstaflega aftur á fætur.“ Og fjölskyldan vill borga til baka aðstoðina í formi fjáröflunar fyrir deildina sem Hulda segir greinilega fjársvelta. „Það er ótrúlegt hvað það eru margar konur sem þjást af fæðingarþunglyndi og fá ekki viðeigandi aðstoð. Þessi deild býður upp á magnaða aðstoð og við verðum að viðhalda þessu. Efla og styrkja deildina.“ Hulda er enn í reglulegum viðtölum hjá teymi sem sinnir mæðrum með fæðingarþunglyndi. Hún segir að allt gangi mjög vel í dag og hún sé full þakklætis. Í desember skrifaði Einar afar einlægan pistil um reynslu sína af fæðingarþunglyndi Huldu. Nú kemur Hulda fram og talar um sína reynslu. Hún segir að þau vilji stíga fram því þetta sé enn mikið tabú. „Við erum bara eðlileg fjölskylda úr Grafarvoginum sem fór út af brautinni. Við fórum inn á geðdeild af því að við þurftum aðstoð og erum mun sterkari fyrir vikið.“Einar tjáði sig á einlægan hátt um fæðingarþunglyndi Huldu og erfiða reynslu sína tengda því þegar fjölskyldan lá inni á 33C. Þau hjónin vilja opinskáa umræðu um fæðingarþunglyndi.vísir/antonTíu til fimmtán konur lagðar inn á ári hverju FMB-teymið (foreldrar, meðganga, barn) var stofnað 2009. Teymið meðhöndlar konur með fæðingarþunglyndi og fær um 100 tilvísanir á ári. Mikill biðlisti hefur verið eftir þjónustu teymisins undanfarin ár. Þegar veikindin eru mjög alvarleg þarf að leggja konurnar inn á geðdeild. Bráðamóttakan 33C sem sinnir fólki með almenna geðsjúkdóma hefur tekið á móti konunum. Áður fyrr voru aðeins fjórar til sex mæður á ári sem lögðust inn á geðdeild vegna fæðingarþunglyndis en síðustu ár hafa tíu til fimmtán konur lagst inn á 33C á hverju ári, ásamt barni og oft maka. Eingöngu tvær konur komast fyrir á deildinni í einu því of mikið álag er á starfsmenn að vera með þrjú börn. Deildin fær ekki aukafjármagn til kaupa á vörum fyrir mæður og börn. Ekki er sérstaklega gert ráð fyrir þessum málaflokki í heilbrigðiskerfinu.Fjáröflun fjölskyldunnarÁ síðunni jaha.is verður uppboð á íþróttatreyjum og tekið á móti frjálsum framlögum til styrktar 33C. Einnig er tekið á móti gjöfum fyrirtækja og einstaklinga.
Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira