Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 12:58 Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38
Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02