Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 12:58 Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38
Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02