Erlent

Trump fór létt með keppinautana í Nevada

Nordicphotos/AFP
Donald Trump vann stórsigur í forkosningum Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar sem fram fóru í Nevada ríki í nótt. Auðkýfingurinn hefur nú unnið í þremur forkosningum í röð og sigurinn í niðurstaðan í Nevada var afgerandi.

Hann fékk um 46 prósent atkvæða, Marco Rubio tæp 24 prósent og Ted Cruz rétt rúm tuttugu prósent. Búist hafði verið við sigri Trump og því hafði mesta baráttan farið fram á milli Rubio og Cruz um hver tæki annað sætið. Demókratar hafa þegar kosið í Nevada, það gerðu þeir um helgina og Hillary Clinton fékk flest atkvæðin í þeim herbúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×