Erlent

Trump vildi kýla framíkallara

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump á fundi sínum í gær.
Donald Trump á fundi sínum í gær. Vísir/Getty
Donald Trump sagðist í gær vilja kýla framíkallara í andlitið. Maðurinn var færður út af kosningafundi Trump eftir framíköll og forsetaframbjóðandanum fannst öryggisverðirnir fara of vel með manninn. Trump sakaði manninn um að reyna að kýla öryggisverði og sagði hann vera „helvíti andstyggilegan“.

„Mig langar að kýla hann í andlitið,“ sagði Trump þegar hann sá að mótmælandinn var brosandi þegar honum var fylgt út. „Í gamla daga hefði hann verið fluttur út í börum.“ Þá sagði Trump við stuðningsmenn sína að það mætti ekki kýla frá sér lengur.

Á vef CNN er bent á að stuðningsmaður Black Lives Matter hafi verið barinn og sparkað var í hann fyrir utan kosningafund Trump í haust.

Myndband af ummælum Trump má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×