„Forsætisráðherrann getur ekki farið í landsbyggðarpólitík um svona alvarlegt mál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2016 10:02 Magnús Karl Magnússon, deildarforseti læknadeildar HÍ. Vísir Magnús Karl Magnússon, deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands, segir orð og gerðir skipta máli í pólitík. Hann er allt annað en sáttur við að ákvörðun háskólaráðs að flytja íþróttakennaranám frá Laugarvatni og til höfuðborgarinnar, vel ígrunduð og rökstudd ákvörðun að hans mati, sé sett í þann búning að um sé að ræða árás á landsbyggðina. Magnús Karl ræddi málin í Bítinu í morgun. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun háskólaráðs er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann hefur sagt að ákvörðun HÍ muni væntanlega kalla á að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum. Magnús Karl segist vel skilja að margir séu svekktir með tilfærslu námsins en það sé ekki stóra málið. Forsætisráðherra þurfi að horfa í eigin stefnu þegar hann tali, stefnu vísinda- og tækniráðs þar sem hann gegnir formennsku.Að neðan má sjá fjárfestingu í háskólanámi á Íslandi samanborið við nokkrar þjóðir, meðaltal OECD-ríkjanna og Norðurlandanna sömuleiðis. Um er að ræða kostnað per nemenda sem reiknaður er í Bandaríkjadollurum.Orð og gerðir skipta máli í pólitík. Stefna í vísinda- og háskólamálum núverandi ríkisstjórnar birtist í stefnu Vísinda-...Posted by Magnús Karl Magnússon on Monday, February 22, 2016Vantar 130% miðað við önnur Norðurlönd Magnús segir orð ráðherrans um að forgangsraða þurfi peningum til landsbyggðarinnar illa ígrunduð og órökstudd. Ákveðnu fjármagni sé úthlutað til háskóla og eigi að forgangsraða þýðir það einfaldlega „á mannamáli að þú ætlar að taka þá frá einum stað og flytja þá annað.“ Fólk innan HÍ sem er að vinna í stefnumótun þurfi að vita hvaða stefnuviðmið séu til grundvallar. Þar liggi beint við að líta til stefnumiða vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2014. Þar segi meðal annars að fjármögnun í rannsóknum og þróun í samfélaginu eigi að vera 3 prósent af landsframleiðslu. Menn hafi talið hlutfallið vera 2,7 prósent af landsframleiðslu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður vísinda- og tæknisjóðs.Vísir/DaníelHlutfallið reyndist 1,9 prósent Síðan hafi verið farið að reikna og í ljós komið í apríl í fyrra að Íslendingar voru að verja mun minna hlutfalli. Það hafi komið fram í lítilli frétt á vefsíðu Hagstofunnar. Reyndist hlutfall af landsframleiðslu vera 1,9 prósent. Ekkert hafi heyrst í ráðamönnum vegna þessa. Þá hafi verið markmið að ná meðaltali OECD landanna þar sem við teljum okkur yfirleitt eiga að vera á meðal efri þjóða. Þar vanti mikið upp á, líklega um 60 prósent. Til að standa jafnfætis Norðurlöndunum vanti nær 130 prósent upp á. „Menn verða að horfa á umræðu um háskóla í þessu samhengi. Forsætisráðherrann getur ekki farið í landsbyggðarpólitík um svona alvarlegt mál. Á endanum þarf fjármagn til að reka háskóla.“Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.vísir/gvaFylgi eigin ábendingum eftir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að menn séu að misskilja forsætisráðherra. „Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík.“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, var harðorður í garð Sigmundar Davíðs í gær og sagði ummælin vera hótanir og minna á stjórnarfar í alræðisríkjum. Hann fagnar hins vegar útskýringum menntamálaráðherra. „Nú verðum við bara að treysta því að forsætisráðherra fylgi þessum ábendingum sínum eftir í verki.“fagnar útskýringum menntamálaráðherra á orðum forsætisráðherra: „Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að...Posted by Eiríkur Rögnvaldsson on Tuesday, February 23, 2016 Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Illugi telur Sigmund misskilinn „Ég held að menn misskilji forsætisráðherra. Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. 23. febrúar 2016 07:00 Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16 Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Forsætisráðherra telur gagnrýni háskólafólks snúast um að háskólamenn vilji fá fé til höfuðborgarsvæðisins. 22. febrúar 2016 14:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands, segir orð og gerðir skipta máli í pólitík. Hann er allt annað en sáttur við að ákvörðun háskólaráðs að flytja íþróttakennaranám frá Laugarvatni og til höfuðborgarinnar, vel ígrunduð og rökstudd ákvörðun að hans mati, sé sett í þann búning að um sé að ræða árás á landsbyggðina. Magnús Karl ræddi málin í Bítinu í morgun. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun háskólaráðs er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann hefur sagt að ákvörðun HÍ muni væntanlega kalla á að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum. Magnús Karl segist vel skilja að margir séu svekktir með tilfærslu námsins en það sé ekki stóra málið. Forsætisráðherra þurfi að horfa í eigin stefnu þegar hann tali, stefnu vísinda- og tækniráðs þar sem hann gegnir formennsku.Að neðan má sjá fjárfestingu í háskólanámi á Íslandi samanborið við nokkrar þjóðir, meðaltal OECD-ríkjanna og Norðurlandanna sömuleiðis. Um er að ræða kostnað per nemenda sem reiknaður er í Bandaríkjadollurum.Orð og gerðir skipta máli í pólitík. Stefna í vísinda- og háskólamálum núverandi ríkisstjórnar birtist í stefnu Vísinda-...Posted by Magnús Karl Magnússon on Monday, February 22, 2016Vantar 130% miðað við önnur Norðurlönd Magnús segir orð ráðherrans um að forgangsraða þurfi peningum til landsbyggðarinnar illa ígrunduð og órökstudd. Ákveðnu fjármagni sé úthlutað til háskóla og eigi að forgangsraða þýðir það einfaldlega „á mannamáli að þú ætlar að taka þá frá einum stað og flytja þá annað.“ Fólk innan HÍ sem er að vinna í stefnumótun þurfi að vita hvaða stefnuviðmið séu til grundvallar. Þar liggi beint við að líta til stefnumiða vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2014. Þar segi meðal annars að fjármögnun í rannsóknum og þróun í samfélaginu eigi að vera 3 prósent af landsframleiðslu. Menn hafi talið hlutfallið vera 2,7 prósent af landsframleiðslu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður vísinda- og tæknisjóðs.Vísir/DaníelHlutfallið reyndist 1,9 prósent Síðan hafi verið farið að reikna og í ljós komið í apríl í fyrra að Íslendingar voru að verja mun minna hlutfalli. Það hafi komið fram í lítilli frétt á vefsíðu Hagstofunnar. Reyndist hlutfall af landsframleiðslu vera 1,9 prósent. Ekkert hafi heyrst í ráðamönnum vegna þessa. Þá hafi verið markmið að ná meðaltali OECD landanna þar sem við teljum okkur yfirleitt eiga að vera á meðal efri þjóða. Þar vanti mikið upp á, líklega um 60 prósent. Til að standa jafnfætis Norðurlöndunum vanti nær 130 prósent upp á. „Menn verða að horfa á umræðu um háskóla í þessu samhengi. Forsætisráðherrann getur ekki farið í landsbyggðarpólitík um svona alvarlegt mál. Á endanum þarf fjármagn til að reka háskóla.“Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.vísir/gvaFylgi eigin ábendingum eftir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að menn séu að misskilja forsætisráðherra. „Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík.“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, var harðorður í garð Sigmundar Davíðs í gær og sagði ummælin vera hótanir og minna á stjórnarfar í alræðisríkjum. Hann fagnar hins vegar útskýringum menntamálaráðherra. „Nú verðum við bara að treysta því að forsætisráðherra fylgi þessum ábendingum sínum eftir í verki.“fagnar útskýringum menntamálaráðherra á orðum forsætisráðherra: „Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að...Posted by Eiríkur Rögnvaldsson on Tuesday, February 23, 2016
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Illugi telur Sigmund misskilinn „Ég held að menn misskilji forsætisráðherra. Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. 23. febrúar 2016 07:00 Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16 Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Forsætisráðherra telur gagnrýni háskólafólks snúast um að háskólamenn vilji fá fé til höfuðborgarsvæðisins. 22. febrúar 2016 14:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37
Illugi telur Sigmund misskilinn „Ég held að menn misskilji forsætisráðherra. Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. 23. febrúar 2016 07:00
Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16
Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13
Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Forsætisráðherra telur gagnrýni háskólafólks snúast um að háskólamenn vilji fá fé til höfuðborgarsvæðisins. 22. febrúar 2016 14:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent