Sá ríkasti eyðir minnstu í baráttuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Donald Trump hrósaði sigri í forkosningum í Suður-Karólínu. Hefur hann nú unnið tvö af fyrstu þremur fylkjunum, en hann vann í New Hampshire og var í öðru sæti í Iowa. Nordicphotos/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump vann stórsigur um helgina í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu um hver verður forsetaefni flokksins. Hlaut Trump 32,5 prósent atkvæða en á hæla honum komu öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og Ted Cruz með um 22 prósent hvor. Aðrir fengu undir tíu prósent atkvæða, meðal annars Jeb Bush sem tilkynnti að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningunni þegar úrslitin voru orðin ljós.Sá ríkasti eyðir minnstu Þrátt fyrir að vera langríkasti frambjóðandinn í ár, talinn eiga um 4,5 milljarða bandaríkjadala eða um 580 milljarða íslenskra króna, hefur Donald Trump eytt mun minna í kosningabaráttu sína en keppinautar hans. Samkvæmt skjölum Alríkiskosningastofnunar Bandaríkjanna (FEC) hefur Trump eytt um þremur milljörðum króna, Ted Cruz um átta milljörðum og Marco Rubio um tíu milljörðum. Eyðsla þeirra bliknar þó í samanburði við eyðslu fyrrverandi ríkisstjórans Jebs Bush sem eyddi tæpum tuttugu milljörðum í sína kosningabaráttu sem nú er á enda. Trump hefur byggt kosningabaráttu sína á því að einoka fjölmiðlaumfjöllun með því að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar. Meðal annars um að byggja skuli vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að múslimum eigi að vera meinuð innganga í landið. Hefur hann því ekki þurft að eyða stórfé í auglýsingar til að kynna sig. Demókratar hafa einnig eytt fúlgum fjár í sína kosningabaráttu. Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, sem fékk um 52 prósent atkvæða í forkosningum flokksins í Nevada, hefur eytt um þrettán milljörðum króna og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem fékk um 47 prósent atkvæða, rúmlega tíu milljörðum.Uppreisn gegn hefðinni Árið 2007 úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna samtökunum Citizens United í vil í máli þeirra gegn Alríkiskosningastofnuninni. Gerði sá úrskurður fjársterkum aðilum kleift að stofna óháða kosningasjóði fyrir frambjóðendur, svokallaða Super PACs. Hefur síðan þá myndast hefð fyrir þess lags sjóðum og eyddu sjóðir milljörðum í kosningabaráttu Baracks Obama forseta á sínum tíma. Flestir frambjóðenda í ár njóta stuðnings stórra sjóða. Til að mynda safnaði sjóðurinn Right to Rise um fimmtán milljörðum fyrir Jeb Bush, sjóðurinn Priorities USA Action um fimm milljörðum fyrir Hillary Clinton og sjóðirnir Keep the Promsise I, II og III svipuðu samanlagt fyrir Ted Cruz. Þrátt fyrir að vera ekki með neina stóra Super PACs á bak við sig hafa þeir Donald Trump og Bernie Sanders skákað þessari nýlegu hefð, en á mismunandi hátt. Báðir vilja þeir berjast gegn því að fjársterkir aðilar geti styrkt stjórnmálamenn svo mikið og hafa þeir sagt að fjársterkir aðilar reyni að kaupa sér velvild frambjóðenda. Munurinn liggur þó í því að Trump fjármagnar sína eigin kosningabaráttu en Sanders er fjármagnaður af hinum almenna borgara. Þannig hefur Sanders fengið um fjórar milljónir smærri styrkja og er meðaltalsupphæð styrkja sem Sanders hefur fengið um 3.500 krónur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump vann stórsigur um helgina í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu um hver verður forsetaefni flokksins. Hlaut Trump 32,5 prósent atkvæða en á hæla honum komu öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og Ted Cruz með um 22 prósent hvor. Aðrir fengu undir tíu prósent atkvæða, meðal annars Jeb Bush sem tilkynnti að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningunni þegar úrslitin voru orðin ljós.Sá ríkasti eyðir minnstu Þrátt fyrir að vera langríkasti frambjóðandinn í ár, talinn eiga um 4,5 milljarða bandaríkjadala eða um 580 milljarða íslenskra króna, hefur Donald Trump eytt mun minna í kosningabaráttu sína en keppinautar hans. Samkvæmt skjölum Alríkiskosningastofnunar Bandaríkjanna (FEC) hefur Trump eytt um þremur milljörðum króna, Ted Cruz um átta milljörðum og Marco Rubio um tíu milljörðum. Eyðsla þeirra bliknar þó í samanburði við eyðslu fyrrverandi ríkisstjórans Jebs Bush sem eyddi tæpum tuttugu milljörðum í sína kosningabaráttu sem nú er á enda. Trump hefur byggt kosningabaráttu sína á því að einoka fjölmiðlaumfjöllun með því að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar. Meðal annars um að byggja skuli vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að múslimum eigi að vera meinuð innganga í landið. Hefur hann því ekki þurft að eyða stórfé í auglýsingar til að kynna sig. Demókratar hafa einnig eytt fúlgum fjár í sína kosningabaráttu. Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, sem fékk um 52 prósent atkvæða í forkosningum flokksins í Nevada, hefur eytt um þrettán milljörðum króna og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem fékk um 47 prósent atkvæða, rúmlega tíu milljörðum.Uppreisn gegn hefðinni Árið 2007 úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna samtökunum Citizens United í vil í máli þeirra gegn Alríkiskosningastofnuninni. Gerði sá úrskurður fjársterkum aðilum kleift að stofna óháða kosningasjóði fyrir frambjóðendur, svokallaða Super PACs. Hefur síðan þá myndast hefð fyrir þess lags sjóðum og eyddu sjóðir milljörðum í kosningabaráttu Baracks Obama forseta á sínum tíma. Flestir frambjóðenda í ár njóta stuðnings stórra sjóða. Til að mynda safnaði sjóðurinn Right to Rise um fimmtán milljörðum fyrir Jeb Bush, sjóðurinn Priorities USA Action um fimm milljörðum fyrir Hillary Clinton og sjóðirnir Keep the Promsise I, II og III svipuðu samanlagt fyrir Ted Cruz. Þrátt fyrir að vera ekki með neina stóra Super PACs á bak við sig hafa þeir Donald Trump og Bernie Sanders skákað þessari nýlegu hefð, en á mismunandi hátt. Báðir vilja þeir berjast gegn því að fjársterkir aðilar geti styrkt stjórnmálamenn svo mikið og hafa þeir sagt að fjársterkir aðilar reyni að kaupa sér velvild frambjóðenda. Munurinn liggur þó í því að Trump fjármagnar sína eigin kosningabaráttu en Sanders er fjármagnaður af hinum almenna borgara. Þannig hefur Sanders fengið um fjórar milljónir smærri styrkja og er meðaltalsupphæð styrkja sem Sanders hefur fengið um 3.500 krónur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45
Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00
Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45
Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45