Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 12:23 Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. Vísir/Stefán Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn. Búvörusamningar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn.
Búvörusamningar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira