Forkosningarnar í dag eru taldar vera mikilvægur mælikvarði á gengi frambjóðendana en þær eru þær síðustu áður en að kosið verður samtímis í sjö ríkjum þann 1. mars næstkomandi þar sem tuttugu prósent hinna svokölluðu kjörmanna verða í boði.
Allt frá því í nóvember hefur Trump leitt skoðanakannanir í Suður-Karólínu og allar nema tvær kannanir í ríkinu hafa gefið til kynna að Trump muni sigra með tveggja stafa prósentutölu.
Fastlega er því gert ráð fyrir að Trump standi uppi sem sigurvegari og telja stjórnmálaskýrendur ytra að sigur í ríkinu myndi festa Trump rækilega í sessi sem forsetaefni flokksins á undan sínum hestu keppinautum, Ted Cruz og Marco Rubio sem berjast um annað sætið í Suður-Karólínu.