Óttast um klósettslys á Hönnunarmars Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. mars 2016 15:12 Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri óskar eftir að komast á salernið. „Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira