Bættu bara við hita og vatni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2016 10:00 Hópurinn vann verkefnið saman en þau eru öll nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Þriðja árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands unnu fyrir jól verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur en verkefnið, sem ber heitið Úr viðjum víðis, var unnið í áfanganum Stefnumót hönnuða við skógræktarbændur. Áhersla var lögð á að breyta trjátegundinni á margvíslegan máta og sköpuðu nemendurnir þannig fjölbreytt hráefni með ólíka eiginlega en forvitni vekur að engu var þar bætt við nema vatni og hita. „Í ár fengum við bara eina trjátegund til þess að vinna með og það var víðir. Við erum sjö í bekknum og við byrjuðum á að rannsaka víðinn saman sem hópur og héldum því í rauninni bara áfram allan tímann,“ segir Védís Pálsdóttir, ein nemendanna, en verkefnið er auk hennar unnið af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur, Birni Blumenstein Jóhannessyni, Emilíu Sigurðardóttur, Johanna Seelemann, Kristínu Sigurðardóttur og Theodóru Mjöll Skúladóttur Jack. Védís segir það hafa verið örlítið kvíðvænlegt í fyrstu að vinna einungis með eina trjátegund en hópurinn hafi hins vegar fljótlega áttað sig á því að möguleikarnir væru margir. „Við vorum svolítið hrædd við það í fyrstu að fá bara eina trjátegund að vinna með en svo byrjuðum við að lesa okkur til um víðinn. Til dæmis þekktar aðferðir -eins og pappírsgerð og snærisgerð og svo byrjuðum við að gera tilraunir með það sjálf og það leiddi okkur út í aðrar tilraunir líka.“Útópísk víðisverksmiðja sem veitir innsýn að fullnýtingu efnisins.Mynd/JohannaSeelemannMeðal þess sem kom upp úr krafsinu var kalkmassi, saltsteinn úr víðiösku og tjörugler unnið úr víðivatni en líkt og áður sagði var engu bætt við nema hita og vatni og segir Védís þeim hafa þótt mikilvægt að efninu væri umbreytt þannig að afraksturinn gæti farið aftur út í skóginn og brotnað þar niður sem næring. Védís segir þau jafnframt hafa komist að ýmiss konar fróðleik um víðinn og margt hafi komið þeim á óvart. „Til dæmis þegar við suðum víðinn svo við næðum innri berkinum til þess að búa til snæri tókum við eftir því að vatnið varð svo rautt á litinn. Það kom svo í ljós að það er vegna þess að það er svo mikið tannín í víði og við gerðum alls konar tilraunir með það litarefni.“ Meðlimir hópsins vinna nú að sínum lokaverkefnum en Védís segir verkefnið hafa vakið þau til umhugsunar um þá möguleika sem tengjast viðnum og slær ekki loku fyrir að þau muni í framtíðinni vinna eitthvað áfram með efniviðinn, sér í lagi þar sem víðir sé fremur lítið nýttur hér á landi þó að hann henti íslensku loftslagi vel og vaxi víða. Afrakstur verkefnisins verður hægt að berja augum í Sjóminjasafninu í Reykjavík á HönnunarMars og verður sýningin opnuð á morgun klukkan 17.00 en við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Willow Project fagnað, en bókin kemur út á vegum forlagsins Partusar. gydaloa@frettabladid.is HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Sjá meira
Þriðja árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands unnu fyrir jól verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur en verkefnið, sem ber heitið Úr viðjum víðis, var unnið í áfanganum Stefnumót hönnuða við skógræktarbændur. Áhersla var lögð á að breyta trjátegundinni á margvíslegan máta og sköpuðu nemendurnir þannig fjölbreytt hráefni með ólíka eiginlega en forvitni vekur að engu var þar bætt við nema vatni og hita. „Í ár fengum við bara eina trjátegund til þess að vinna með og það var víðir. Við erum sjö í bekknum og við byrjuðum á að rannsaka víðinn saman sem hópur og héldum því í rauninni bara áfram allan tímann,“ segir Védís Pálsdóttir, ein nemendanna, en verkefnið er auk hennar unnið af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur, Birni Blumenstein Jóhannessyni, Emilíu Sigurðardóttur, Johanna Seelemann, Kristínu Sigurðardóttur og Theodóru Mjöll Skúladóttur Jack. Védís segir það hafa verið örlítið kvíðvænlegt í fyrstu að vinna einungis með eina trjátegund en hópurinn hafi hins vegar fljótlega áttað sig á því að möguleikarnir væru margir. „Við vorum svolítið hrædd við það í fyrstu að fá bara eina trjátegund að vinna með en svo byrjuðum við að lesa okkur til um víðinn. Til dæmis þekktar aðferðir -eins og pappírsgerð og snærisgerð og svo byrjuðum við að gera tilraunir með það sjálf og það leiddi okkur út í aðrar tilraunir líka.“Útópísk víðisverksmiðja sem veitir innsýn að fullnýtingu efnisins.Mynd/JohannaSeelemannMeðal þess sem kom upp úr krafsinu var kalkmassi, saltsteinn úr víðiösku og tjörugler unnið úr víðivatni en líkt og áður sagði var engu bætt við nema hita og vatni og segir Védís þeim hafa þótt mikilvægt að efninu væri umbreytt þannig að afraksturinn gæti farið aftur út í skóginn og brotnað þar niður sem næring. Védís segir þau jafnframt hafa komist að ýmiss konar fróðleik um víðinn og margt hafi komið þeim á óvart. „Til dæmis þegar við suðum víðinn svo við næðum innri berkinum til þess að búa til snæri tókum við eftir því að vatnið varð svo rautt á litinn. Það kom svo í ljós að það er vegna þess að það er svo mikið tannín í víði og við gerðum alls konar tilraunir með það litarefni.“ Meðlimir hópsins vinna nú að sínum lokaverkefnum en Védís segir verkefnið hafa vakið þau til umhugsunar um þá möguleika sem tengjast viðnum og slær ekki loku fyrir að þau muni í framtíðinni vinna eitthvað áfram með efniviðinn, sér í lagi þar sem víðir sé fremur lítið nýttur hér á landi þó að hann henti íslensku loftslagi vel og vaxi víða. Afrakstur verkefnisins verður hægt að berja augum í Sjóminjasafninu í Reykjavík á HönnunarMars og verður sýningin opnuð á morgun klukkan 17.00 en við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Willow Project fagnað, en bókin kemur út á vegum forlagsins Partusar. gydaloa@frettabladid.is
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið