Katrín Jakobs fer ekki í forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2016 09:37 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, ætlar ekki í forsetaframboð. Hún tilkynnti vinum og vandamönnum þetta á Facebook-síðu sinni í morgun.„Fjölmargir hafa haft samband að undanförnu og hvatt mig til að bjóða mig fram sem forseta Íslands. Fólk sem ég þekki vel og fólk sem ég þekki ekkert, fólk hvaðanæva af landinu, fólk af öllum stéttum, konur og karlar, fólk á öllum aldri. Að sama skapi hafa birst kannanir þar sem einhverjir virtust telja mig heppilega í þetta embætti,“ segir Katrín. Kannanir, formlegar sem óformlegar, hafa bent til þess að fjölmargir gætu hugsað sér Katrínu í forsetann. Hún sagði við Vísi í síðustu viku að hún ætlaði að velta málinu fyrir sér sökum þess stuðnings sem væri úti í þjóðfélaginu. „Af þessum sökum fannst mér ekki geta annað en hugleitt málið alvarlega í nokkra daga. Ég hef líka tekið eftir gagnrýni frá einstaka mönnum sem eru duglegir að tjá sig, virðast óttast framboð mitt meira en góðu hófi gegnir og ráða ekki almennilega við þá hugmynd að konur taki eigin ákvarðanir.“ Hún segir að upp úr standi mörg góð orð frá stórum og fjölbreyttum hópi fólks sem hún beri viðringu fyrir. Hún þakkar hvatninguna. „Óháð þessum jákvæðu viðbrögðum en einnig algjörlega burtséð frá þeim neikvæðu hef ég hins vegar tekið þá ákvörðun að skipta ekki um skoðun. Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu.“ Kosið verður til forseta Íslands 25. júní. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, ætlar ekki í forsetaframboð. Hún tilkynnti vinum og vandamönnum þetta á Facebook-síðu sinni í morgun.„Fjölmargir hafa haft samband að undanförnu og hvatt mig til að bjóða mig fram sem forseta Íslands. Fólk sem ég þekki vel og fólk sem ég þekki ekkert, fólk hvaðanæva af landinu, fólk af öllum stéttum, konur og karlar, fólk á öllum aldri. Að sama skapi hafa birst kannanir þar sem einhverjir virtust telja mig heppilega í þetta embætti,“ segir Katrín. Kannanir, formlegar sem óformlegar, hafa bent til þess að fjölmargir gætu hugsað sér Katrínu í forsetann. Hún sagði við Vísi í síðustu viku að hún ætlaði að velta málinu fyrir sér sökum þess stuðnings sem væri úti í þjóðfélaginu. „Af þessum sökum fannst mér ekki geta annað en hugleitt málið alvarlega í nokkra daga. Ég hef líka tekið eftir gagnrýni frá einstaka mönnum sem eru duglegir að tjá sig, virðast óttast framboð mitt meira en góðu hófi gegnir og ráða ekki almennilega við þá hugmynd að konur taki eigin ákvarðanir.“ Hún segir að upp úr standi mörg góð orð frá stórum og fjölbreyttum hópi fólks sem hún beri viðringu fyrir. Hún þakkar hvatninguna. „Óháð þessum jákvæðu viðbrögðum en einnig algjörlega burtséð frá þeim neikvæðu hef ég hins vegar tekið þá ákvörðun að skipta ekki um skoðun. Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu.“ Kosið verður til forseta Íslands 25. júní.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira