Stóru páskaeggin farin að seljast á nýjan leik Ingvar Haraldsson skrifar 9. mars 2016 09:00 Páskaeggjasalan er farin að færast nær því sem hún var fyrir hrun, sé horft í stærð eggja að sögn Kristjáns Geirs. Stærri páskaegg njóta aukinna vinsælda miðað við strax eftir hrun að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. „Eftir hrun sáum við að fólk fór í minni egg en í fyrra var fólk farið að færa sig upp aftur í eggjum,“ segir Kristján. Nói Síríus hafi aðlagað framleiðsluna milli ára til að búa sig undir aukna sölu stærri eggja. Kristján segir fjölda eggja vera mjög svipaðan ár eftir ár enda vilji allir fá sitt páskaegg. Nói Síríus selji um milljón egg á ári. Undirbúningur fyrir páskaeggjasölu næsta árs er þegar hafinn að sögn Kristjáns. „Það má að segja að árið og jafnvel rúmlega það fari í páskaeggjavertíðina. Það tekur alltaf svo langan tíma að undirbúa og fá afhent. Vöruþróun þarf að eiga sér stað með miklum fyrirvara,“ segir hann.Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.Þá leggi Nói Síríus litla áherslu á útflutning á páskaeggjum vegna takmarkaðrar afkastagetu.„Við höfum svo lítinn tíma til að framleiða þetta. Við erum að flytja eitthvað út, það er meira til Íslendingasamfélaga í Skandinavíu,“ segir Kristján. Hins vegar sé góður vöxtur í útflutningi á almennu sælgæti hjá Nóa Síríusi. „Við erum að ná smá sigrum hér og þar og erum á áætlun,“ segir Kristján. Pétur Thor Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Freyju, segir eina helstu breytinguna sem orðið hafi á framleiðslu síðustu ára vera að mikill meirihluti eggja sé seldur með sælgæti í skelinni. Dæmi um það séu Drauma- og Rísegg. Hjá Freyju standi páskaeggjavertíðin yfir hálft árið. Tekjurnar komi svo á mjög skömmum tíma í kringum páskana. „Við sjáum algjöra sprengingu í sölu á fjórum og allt niður í tvær vikur fyrir páska,“ segir Pétur. Páskar Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Stærri páskaegg njóta aukinna vinsælda miðað við strax eftir hrun að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. „Eftir hrun sáum við að fólk fór í minni egg en í fyrra var fólk farið að færa sig upp aftur í eggjum,“ segir Kristján. Nói Síríus hafi aðlagað framleiðsluna milli ára til að búa sig undir aukna sölu stærri eggja. Kristján segir fjölda eggja vera mjög svipaðan ár eftir ár enda vilji allir fá sitt páskaegg. Nói Síríus selji um milljón egg á ári. Undirbúningur fyrir páskaeggjasölu næsta árs er þegar hafinn að sögn Kristjáns. „Það má að segja að árið og jafnvel rúmlega það fari í páskaeggjavertíðina. Það tekur alltaf svo langan tíma að undirbúa og fá afhent. Vöruþróun þarf að eiga sér stað með miklum fyrirvara,“ segir hann.Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.Þá leggi Nói Síríus litla áherslu á útflutning á páskaeggjum vegna takmarkaðrar afkastagetu.„Við höfum svo lítinn tíma til að framleiða þetta. Við erum að flytja eitthvað út, það er meira til Íslendingasamfélaga í Skandinavíu,“ segir Kristján. Hins vegar sé góður vöxtur í útflutningi á almennu sælgæti hjá Nóa Síríusi. „Við erum að ná smá sigrum hér og þar og erum á áætlun,“ segir Kristján. Pétur Thor Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Freyju, segir eina helstu breytinguna sem orðið hafi á framleiðslu síðustu ára vera að mikill meirihluti eggja sé seldur með sælgæti í skelinni. Dæmi um það séu Drauma- og Rísegg. Hjá Freyju standi páskaeggjavertíðin yfir hálft árið. Tekjurnar komi svo á mjög skömmum tíma í kringum páskana. „Við sjáum algjöra sprengingu í sölu á fjórum og allt niður í tvær vikur fyrir páska,“ segir Pétur.
Páskar Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira