Fákeppni, arðgreiðslur og ónýt mynt skjóðan skrifar 9. mars 2016 09:00 Svo virðist sem stjórnendur lífeyrissjóða séu ekki með öllu heyrnarlausir, ekki alltaf. Eftir bylgju hneykslunar og mótmæla vegna boðaðra arðgreiðslna út úr tryggingafélögum hafa stærstu eigendur þeirra loks áttað sig á stemningunni í samfélaginu. Þessar arðgreiðslutillögur tryggingafélaganna, sem nú virðast verða felldar, eru birtingarmynd fákeppninnar sem ríkir á flestum sviðum í íslensku atvinnu- og fjármálalífi. Það virðist sama hvert litið er, olíufélögin, bankarnir, tryggingafélögin og fleiri greinar eru á fákeppnismarkaði. Lífeyrissjóðirnir eiga á bilinu 35-40 prósent í tryggingafélögunum. Þá er bara tíndur til sá eignarhlutur sem þeir eiga beint en eign þeirra kann að vera stærri í gegnum fjárfestinga- og framtakssjóði. Lífeyrissjóðirnir hafa of mikla peninga til að fjárfesta fyrir hér innanlands og komast ekki úr landi með nema brot af þeim fjármunum sem þeir þyrftu að fjárfesta fyrir erlendis. Því kemur verulega á óvart að þeir, sem eigendur vátryggingafélaganna, skuli hafa viljað greiða sjálfum sér milljarða í arðgreiðslur. Það vekur athygli að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa haft frumkvæði að því að stöðva arðgreiðslurnar. Einungis eru liðin örfá ár síðan skattgreiðendur töpuðu mörgum milljörðum þegar Sjóvá komst í þrot vegna glannalegrar notkunar eigenda félagsins á bótasjóði þess. Aðgerðaleysi FME var viðbúið því stjórnendur þess virðast líta á sig sem millistjórnendur undir boðvaldi fjármálafyrirtækja. Fákeppnin er óvinur neytenda. Oftast er hún beint samsæri gegn þeim. Við sjáum það hjá bönkunum, olíufélögunum og tryggingafélögunum. Lífeyrissjóðirnir nýta sér fákeppnina til hins ýtrasta á kostnað sjóðsfélaga. Fákeppni á fjármálamarkaði ógnar líka stöðugleika hagkerfisins og ætti því að valda FME verulegum áhyggjum ef þar innan dyra væru stjórnendur sem hefðu burði til að vinna vinnuna sína. En af hverju er fákeppni á svo mörgum sviðum hér á landi? Er það vegna þess hve fáir búa í þessu landi? Varla. Meginástæðan er krónan, minnsti gjaldmiðill í heimi. Erlend fyrirtæki vilja ekki taka þá áhættu að setja upp starfsemi í lokuðu hagkerfi þar sem notaður er gjaldmiðill, sem enginn er til í að skipta nema íslenski seðlabankinn og stundum vill meira að segja hann ekki skipta krónum í harðan gjaldeyri. Þess vegna eru ekki útlend tryggingafélög og bankar til í að keppa við íslensku fjármálafyrirtækin. Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Svo virðist sem stjórnendur lífeyrissjóða séu ekki með öllu heyrnarlausir, ekki alltaf. Eftir bylgju hneykslunar og mótmæla vegna boðaðra arðgreiðslna út úr tryggingafélögum hafa stærstu eigendur þeirra loks áttað sig á stemningunni í samfélaginu. Þessar arðgreiðslutillögur tryggingafélaganna, sem nú virðast verða felldar, eru birtingarmynd fákeppninnar sem ríkir á flestum sviðum í íslensku atvinnu- og fjármálalífi. Það virðist sama hvert litið er, olíufélögin, bankarnir, tryggingafélögin og fleiri greinar eru á fákeppnismarkaði. Lífeyrissjóðirnir eiga á bilinu 35-40 prósent í tryggingafélögunum. Þá er bara tíndur til sá eignarhlutur sem þeir eiga beint en eign þeirra kann að vera stærri í gegnum fjárfestinga- og framtakssjóði. Lífeyrissjóðirnir hafa of mikla peninga til að fjárfesta fyrir hér innanlands og komast ekki úr landi með nema brot af þeim fjármunum sem þeir þyrftu að fjárfesta fyrir erlendis. Því kemur verulega á óvart að þeir, sem eigendur vátryggingafélaganna, skuli hafa viljað greiða sjálfum sér milljarða í arðgreiðslur. Það vekur athygli að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa haft frumkvæði að því að stöðva arðgreiðslurnar. Einungis eru liðin örfá ár síðan skattgreiðendur töpuðu mörgum milljörðum þegar Sjóvá komst í þrot vegna glannalegrar notkunar eigenda félagsins á bótasjóði þess. Aðgerðaleysi FME var viðbúið því stjórnendur þess virðast líta á sig sem millistjórnendur undir boðvaldi fjármálafyrirtækja. Fákeppnin er óvinur neytenda. Oftast er hún beint samsæri gegn þeim. Við sjáum það hjá bönkunum, olíufélögunum og tryggingafélögunum. Lífeyrissjóðirnir nýta sér fákeppnina til hins ýtrasta á kostnað sjóðsfélaga. Fákeppni á fjármálamarkaði ógnar líka stöðugleika hagkerfisins og ætti því að valda FME verulegum áhyggjum ef þar innan dyra væru stjórnendur sem hefðu burði til að vinna vinnuna sína. En af hverju er fákeppni á svo mörgum sviðum hér á landi? Er það vegna þess hve fáir búa í þessu landi? Varla. Meginástæðan er krónan, minnsti gjaldmiðill í heimi. Erlend fyrirtæki vilja ekki taka þá áhættu að setja upp starfsemi í lokuðu hagkerfi þar sem notaður er gjaldmiðill, sem enginn er til í að skipta nema íslenski seðlabankinn og stundum vill meira að segja hann ekki skipta krónum í harðan gjaldeyri. Þess vegna eru ekki útlend tryggingafélög og bankar til í að keppa við íslensku fjármálafyrirtækin. Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira