Ólafur tjáir sig ekki um kæru Bakkavararbróður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. mars 2016 11:00 Lýður Guðmundsson var sýknaður í málinu sem sérstakur saksóknari sótti. Vísir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, tjáir sig ekki um kæru Bakkavararbróðurins Lýðs Guðmundssonar, á hendur fyrrverandi starfsmönnum sérstaks saksóknara. Lýður vill að rannsakað verði hvort starfsmennirnir hafi leynt gögnum. Rannsóknin sem Lýður vill að verði rannsökuð leiddi til ákæru á hendur honum, sem fyrrverandi stjórnarformanns Vátryggingafélags Íslands, og Sigurði Valtýssyni vegna láns sem VÍS veitti Sigurði árið 2009. Hann var sýknaður með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2014. Hefur ekki séð kæruna „Ég hef ekki séð þessa kæru og get þar af leiðandi ekki tjáð mig. Málinu hefur verið vísað til ríkissaksóknara og ég held að hann veðri að fara í gegnum málið áður en ég get sagt nokkurn skapaðan hlut,“ segir hann. Lýður var sýknaður eftir að tölvupóstar fundust á milli Bjarna Brynjólfssonar, starfsmanns VÍS, og Sigurðar sem sýndu að það var Bjarni sem tók ákvörðun um framlengingu lánanna ekki Lýður. Hið meinta brot hefði fyrnst á tveimur árum hefði ekki verið fyrir framlenginguna. Bjarni hafði um tíma réttarstöðu sakbornings í málinu.Fundust eftir áskorun lögmanns Póstarnir fundust eftir að lögmaður Lýðs skoraði á ákæruvaldið að leita að þessum tilteknu póstum. Segir í kæru Lýðs að það sé útilokað annað en að samskipti þessara tveggja sakborninga á tímabilinu hafi verið rannsökuð. „Hafi slíkt ekki verið gert hefur rannsóknin ekki verið í samræmi við þá grunnskyldu rannsakandans að hann skuli leita sannleikans,“ segir í kærunni. Ólafur Þór segir að farið sé yfir öll gögn sem liggja fyrir í hverju máli. „Við förum yfir þau gögn sem liggja undir og höfum ákveðnar aðferðir til þess. Ég tel nú rétt að ríkissaksóknari fari yfir þetta og gangi úr skugga um það með hvaða hætti þetta var gert. Ég held að það sé lang eðlilegast,“ segir hann. Tengdar fréttir Telur rannsakendur hafa skotið undan gögnum Lýður Guðmundsson, oft kenndur við Bakkavör, hefur kært fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara og krafist þess að embættið rannsaki hvort þeir hafi leynt mikilvægum gögnum í tengslum við rannsókn og síðar saksókn sérstaks saksóknara á hendur sér. 7. mars 2016 21:16 Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, tjáir sig ekki um kæru Bakkavararbróðurins Lýðs Guðmundssonar, á hendur fyrrverandi starfsmönnum sérstaks saksóknara. Lýður vill að rannsakað verði hvort starfsmennirnir hafi leynt gögnum. Rannsóknin sem Lýður vill að verði rannsökuð leiddi til ákæru á hendur honum, sem fyrrverandi stjórnarformanns Vátryggingafélags Íslands, og Sigurði Valtýssyni vegna láns sem VÍS veitti Sigurði árið 2009. Hann var sýknaður með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 2014. Hefur ekki séð kæruna „Ég hef ekki séð þessa kæru og get þar af leiðandi ekki tjáð mig. Málinu hefur verið vísað til ríkissaksóknara og ég held að hann veðri að fara í gegnum málið áður en ég get sagt nokkurn skapaðan hlut,“ segir hann. Lýður var sýknaður eftir að tölvupóstar fundust á milli Bjarna Brynjólfssonar, starfsmanns VÍS, og Sigurðar sem sýndu að það var Bjarni sem tók ákvörðun um framlengingu lánanna ekki Lýður. Hið meinta brot hefði fyrnst á tveimur árum hefði ekki verið fyrir framlenginguna. Bjarni hafði um tíma réttarstöðu sakbornings í málinu.Fundust eftir áskorun lögmanns Póstarnir fundust eftir að lögmaður Lýðs skoraði á ákæruvaldið að leita að þessum tilteknu póstum. Segir í kæru Lýðs að það sé útilokað annað en að samskipti þessara tveggja sakborninga á tímabilinu hafi verið rannsökuð. „Hafi slíkt ekki verið gert hefur rannsóknin ekki verið í samræmi við þá grunnskyldu rannsakandans að hann skuli leita sannleikans,“ segir í kærunni. Ólafur Þór segir að farið sé yfir öll gögn sem liggja fyrir í hverju máli. „Við förum yfir þau gögn sem liggja undir og höfum ákveðnar aðferðir til þess. Ég tel nú rétt að ríkissaksóknari fari yfir þetta og gangi úr skugga um það með hvaða hætti þetta var gert. Ég held að það sé lang eðlilegast,“ segir hann.
Tengdar fréttir Telur rannsakendur hafa skotið undan gögnum Lýður Guðmundsson, oft kenndur við Bakkavör, hefur kært fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara og krafist þess að embættið rannsaki hvort þeir hafi leynt mikilvægum gögnum í tengslum við rannsókn og síðar saksókn sérstaks saksóknara á hendur sér. 7. mars 2016 21:16 Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Telur rannsakendur hafa skotið undan gögnum Lýður Guðmundsson, oft kenndur við Bakkavör, hefur kært fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara og krafist þess að embættið rannsaki hvort þeir hafi leynt mikilvægum gögnum í tengslum við rannsókn og síðar saksókn sérstaks saksóknara á hendur sér. 7. mars 2016 21:16
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent