Búðin verður staðsett þar sem Islandia var áður, við hliðin á Pennanum/Eymundsson á annarri hæðinni. Hún verður í anda hinna verslana Geysis og hönnuð af Hálfdáni Lárusi Pedersen.
Geysir opnaði fyrir jólin aðra verslun á Skólavörðustíg og samhliða því frumsýndu þau nýja fatalínu sem Erna Einarsdóttir hannar. Þau voru á dögunum á tískuvikunni í Kaupamannahöfn með haust og vetrarlínu merksins sem vakti mikla athygli.
„Þetta er í annað skipti sem við fórum með línuna okkar á þessa sýninguna Revolver en við höfum verið að fara til Kaupmannahafnar að kaupa inn fyrir búðina í mörg ár. Það sem hefur verið mest áberandi seinustu ár er hversu stór skandinavískur tískuiðnaður er að verða. Það er greinilega eftirspurn eftir merkjum frá Skandinavíu alls staðar í heiminum. Það er því alveg jafn líklegt að hitta innkaupaaðila frá Danmörku eins og það er að hitta einn frá Hong Kong,“ segi Erna en fatalínu í Geysis fyrir næsta vetur er aðallega verið að einbeita sér að prjóninu.

Erna og Ásdís Eva, sölustjóri Geysis, segja að merkinu hafi verið vel tekið í Kaupmannahöfn enda veki það mikla athygli að vera frá Íslandi og bjóða upp á fatnað úr íslenskri ull.
„Okkur þykir mjög vænt um hversu vel fólk tekur eftir gæðum fatnaðarins og því finnst við vera með eitthvað nýtt sem er samt svo klassískt á sama tíma… og þar erum við mjög sammála,“ segir Ásdís.