Jenna Jensdóttir látin: "Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn“ Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2016 18:52 Rithöfundurinn og kennarinn Jenna Jensdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi. Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Hún stundaði nám við Kennaraskólann og nam einnig við Háskóla Íslands. Hún lét menntamál sig varða en hún stofnaði Hreiðarsskóla árið 1942 ásamt eiginmanni sínum, kenndi við Barnaskóla Akureyrar, Langholtsskóla og Barnaskóla Garðabæjar svo eitthvað sé nefnt. Í þætti sem gerður var um hana á Stöð 2 síðustu jól kom fram að þrátt fyrir háan aldur skrifaði hún enn á hverjum degi og það sem meira er handskrifaði Jenna allan texta á löngum ferli sínum. „Ég hef aldrei lært á ritvél. Ég hef aldrei haft Facebook. Ég hef aldrei haft farsíma eða neitt sem gildir. Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn. Penninn minn og ég,“ sagði Jenna í þættinum. Hún fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Hreiðar Stefánsson og eignuðust þau tvo syni. Hún komst í fréttirnar ásamt Áslaugu systur sinni sumarið 2014 en þá urðu þær systur langlífustu tvíburar Íslandssögunnar. Sjá má þáttinn um Jennu í heild sinni í spilaranum. Tengdar fréttir „Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15 Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Rithöfundurinn og kennarinn Jenna Jensdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi. Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Hún stundaði nám við Kennaraskólann og nam einnig við Háskóla Íslands. Hún lét menntamál sig varða en hún stofnaði Hreiðarsskóla árið 1942 ásamt eiginmanni sínum, kenndi við Barnaskóla Akureyrar, Langholtsskóla og Barnaskóla Garðabæjar svo eitthvað sé nefnt. Í þætti sem gerður var um hana á Stöð 2 síðustu jól kom fram að þrátt fyrir háan aldur skrifaði hún enn á hverjum degi og það sem meira er handskrifaði Jenna allan texta á löngum ferli sínum. „Ég hef aldrei lært á ritvél. Ég hef aldrei haft Facebook. Ég hef aldrei haft farsíma eða neitt sem gildir. Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn. Penninn minn og ég,“ sagði Jenna í þættinum. Hún fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Hreiðar Stefánsson og eignuðust þau tvo syni. Hún komst í fréttirnar ásamt Áslaugu systur sinni sumarið 2014 en þá urðu þær systur langlífustu tvíburar Íslandssögunnar. Sjá má þáttinn um Jennu í heild sinni í spilaranum.
Tengdar fréttir „Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15 Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15
Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00