Engar kjarabætur í tillögum um almannatryggingar! Björgvin Guðmundsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Tillögur að nýjum lögum um almannatryggingar veita lífeyrisþegum engar kjarabætur. Niðurstaðan er jafnvel verri: Sumir hópar lífeyrisþega verða verr settir en áður. Þeirra kjör munu versna! Tillögurnar gera ráð fyrir að fækka flokkum; sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn nýjan flokk lífeyris. Heimilisuppbót verður hins vegar áfram sérstakur flokkur. Nýi flokkurinn verður nákvæmlega að sömu upphæð, ásamt heimilisuppbótinni og gömlu flokkarnir voru samanlagt, eða 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingi, rúmlega 212 þúsund eftir skatt. Frítekjumörk verða felld niður en skerðing tekna 45% nema séreignalífeyrissparnaðar og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Breytingarnar munu koma þokkalega út fyrir þá öryrkja, sem hafa mikla starfsgetu; eru með 50 prósent eða meiri starfsgetu en þeir öryrkjar,sem eru 75 prósent öryrkjar eða meira verða verr settir á vinnumarkaði en áður. Eins er með eldri borgara. Ef þeir geta unnið, verða þeir verr settir en áður; munu sæta meiri skerðingu en fyrr. Aldurstengd örorkuuppbót verður felld niður en í staðinn kemur 22 þúsund króna uppbót á mánuði fyrir þá, sem urðu öryrkjar 24 ára eða fyrr. Gert er ráð fyrir nýju matskerfi fyrir öryrka,starfsgetumati í stað læknisfræðilegs mats. Þeir sem eru orðnir 55 ára þurfa þó ekki að fara í það mat en allir undir þeim aldri. Lagt er til,að lífeyrisaldurinn verði hækkaður í 70 ár á 24 árum. Mun aldurinn verða hækkaður um tvo mánuði á ári í tólf ár og síðan um einn mánuð á ári í önnur tólf ár. Stjórnvöld munu hugsa gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingar á kerfi almannatrygginga með því að hækka lífeyrisaldurinn í 70 ár. Ég gerði mér vonir um, að nýjar tillögur um almannatryggingar myndu fela í sér verulegar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja, þar eð lífeyrir er í dag alltof lágur. En það eru engar kjarabætur, heldur kjaraskerðing hjá vissum hópum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur að nýjum lögum um almannatryggingar veita lífeyrisþegum engar kjarabætur. Niðurstaðan er jafnvel verri: Sumir hópar lífeyrisþega verða verr settir en áður. Þeirra kjör munu versna! Tillögurnar gera ráð fyrir að fækka flokkum; sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn nýjan flokk lífeyris. Heimilisuppbót verður hins vegar áfram sérstakur flokkur. Nýi flokkurinn verður nákvæmlega að sömu upphæð, ásamt heimilisuppbótinni og gömlu flokkarnir voru samanlagt, eða 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingi, rúmlega 212 þúsund eftir skatt. Frítekjumörk verða felld niður en skerðing tekna 45% nema séreignalífeyrissparnaðar og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Breytingarnar munu koma þokkalega út fyrir þá öryrkja, sem hafa mikla starfsgetu; eru með 50 prósent eða meiri starfsgetu en þeir öryrkjar,sem eru 75 prósent öryrkjar eða meira verða verr settir á vinnumarkaði en áður. Eins er með eldri borgara. Ef þeir geta unnið, verða þeir verr settir en áður; munu sæta meiri skerðingu en fyrr. Aldurstengd örorkuuppbót verður felld niður en í staðinn kemur 22 þúsund króna uppbót á mánuði fyrir þá, sem urðu öryrkjar 24 ára eða fyrr. Gert er ráð fyrir nýju matskerfi fyrir öryrka,starfsgetumati í stað læknisfræðilegs mats. Þeir sem eru orðnir 55 ára þurfa þó ekki að fara í það mat en allir undir þeim aldri. Lagt er til,að lífeyrisaldurinn verði hækkaður í 70 ár á 24 árum. Mun aldurinn verða hækkaður um tvo mánuði á ári í tólf ár og síðan um einn mánuð á ári í önnur tólf ár. Stjórnvöld munu hugsa gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingar á kerfi almannatrygginga með því að hækka lífeyrisaldurinn í 70 ár. Ég gerði mér vonir um, að nýjar tillögur um almannatryggingar myndu fela í sér verulegar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja, þar eð lífeyrir er í dag alltof lágur. En það eru engar kjarabætur, heldur kjaraskerðing hjá vissum hópum!
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun