Calderón: Real Madrid er stefnulaust og leiðtogalaust Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2016 16:38 Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira
Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira