Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 100-80 | Keflavík tryggði heimavallarréttinn Sveinn Ólafur Magnússon skrifar 7. mars 2016 22:00 Magnús Þór Gunnarsson sækir að Sveinbirni Claessen. Vísir ÍR átti ekkert erindi í Keflavík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Leikurinn fór rólega af stað og voru liðin lengi að skora. Keflvíkingar leituðu töluvert inni í teig að Jerome Hill með misjöfnum árangri. ÍR-ingar ætluðu greinilega að selja sig dýrt í kvöld en þeir voru fastir fyrir í vörninni. Keflvíkingar voru fyrri til að skora þó án þess að slíta sig langt frá ÍR-ingum. Keflvíkingar náðu níu stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en ÍR spilaði vel síðustu mínúturnar í leikhlutanum og minnkuðu forskotið undir lokin. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 26-19 fyrir Keflavík. ÍR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og spiluðu fasta vörn og fengu auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og setti ÍR ellefu stig á móti tveimur hjá Keflavík. Keflvíkingar virkuðu hálfkærulausir í sókninni og komust lítið áleiðis. Um miðjan annan leikhluta var eins og Keflvíkingar vöknuðu til lífsins og skoruðu nánast að vild og náðu fínu forskoti en þegar fyrri hálfleik lauk var stað 51-38 fyrir Keflavík. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks í upphafi seinni hálfleiks og náðu þeir tuttugu stiga forskoti strax sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR-ingar börðust eins og ljón en allt kom fyrir ekki ef þeir skoruðu svöruðu Keflvíkingar um leið. Magnús Már Traustason kom sterkur inn í þriðja leikhluta og skoraði 13 stig. Keflvíkingar fóru inn í fjórða leikhluta með 18 stiga forskot 76-58. Fjórði leikhluti var nánast formsatriði því það var aldrei í spilunum að ÍR-ingar næðu að ógna Keflvíkingum að neinu ráði. ÍR sem mætti án bandaríska leikmannsins síns, Jonathan Mitchell, reyndu hvað þeir gátu en mættu einfaldlega of sterku liði Keflvíkinga í kvöld. Lokatölur urðu 100-80. Segja má að þetta hafi verið skyldusigur hjá Keflvíkingum en eins og áður kom fram voru ÍR-ingar hálf vængbrotnir án Jonathan Mitchell. Liðsheildin hjá Keflavík var góð en það voru sex leikmenn sem skoruðu níu stig eða meira. Bestir hjá heimamönnum voru þeir Magnús Már Traustason með 19 stig og 7 fráköst. Eins var Jerome Hill öflugur en hann setti niður 17 stig og tók átta fráköst. Í liði gestanna voru þeir Eyjólfur Ásberg Halldórsson, með 17 stig og tvö fráköst og Sveinbjörn Claessen, með 12 stig og tvö fráköst, bestir í annars jöfnu ÍR liði. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp í annað sætið með jafn mörg stig eins og Stjarnan sem situr í þriðja sæti en þar sem Keflavík vann fyrri leik þessara liða eru þeir í öðru sæti. Þannig að leikur Keflavíkur og Stjörnunnar á fimmtudaginn næstkomandi er hreinn úrslitaleikur um annað sætið í deildinni.Magnús: Við ætluðum ekki að vanmeta þá „Við vissum að þeir væru að spila án Jonathan Mitchell en við ætluðum ekki að vanmeta þá og spila okkar bolta, það gekk upp í dag. Við verðum að spila betri vörn í úrslitakeppninni en í kvöld það er alltaf hægt að gera betur,“ sagði Magnús Már eftir sigurinn á ÍR í kvöld ÍR spilaði fína vörn í fyrri hálfleik og áttu Keflvíkingar oft í erfiðleikum með hana „Já, þeir voru að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom þetta hjá okkur. Við fórum að tala betur saman í vörninni og það skilaði okkur auðveldum körfum í sókninni. Við erum að gíra okkur upp fyrir úrslitakeppnina og við ættlum að vinna þá leiki sem við eigum eftir að spila.” Magnús Már spilaði vel í kvöld, sérstaklega í þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 13 stig „Strákarnir voru að finna mig í kvöld og ég nýtti mín færi alveg þokkalega. Það skiptir ekki máli hver er að skora bara að liðið vinnur.“Borce: Það er engin skömm að tapa fyrir Keflavík í Keflavík Ilievski Borce, þjálfari ÍR, var að vonum svekktur eftir tapið á móti Keflavík í kvöld „Það er engin skömm að tapa fyrir Keflavík í Keflavík. Við reyndum að gera okkar besta en okkur vantar stöðuleika í okkar leik eins og er. Við spiluðum illa í kvöld og ég er vissum að næsti leikur verði betri hjá okkur,“ sagði Borce en þeir eiga KR í næsta leik „Tímabilið er næstum búið hjá okkur, við eigum einn leik eftir á fimmtudaginn. Við erum með unga leikmenn í hópnum sem eiga framtíðina fyrir sér hjá ÍR. Ef þessir ungu leikmenn fá reynslu getum við náð langt með þetta lið. „Í kvöld vorum við að klúðra auðveldum og opnum skotum, Keflavík veit hvernig það á að refsa liðum því fór sem fór. Ég vona að við spilum betur í næsta leik,” sagði Borce fullur af bjartsýni um framhaldið hjá ÍR.Sigurður: Þetta dugði hjá okkur Sigurður Ingimundarson tók sigrinum á móti ÍR fagnandi eins og öllum öðrum sigrum „Þessi sigur var flottur eins og þeir allir. Við spiluðum ekkert sérstaklega í kvöld en ég var hrifinn hvernig ÍR-ingar spiluðu. Þeir voru að spila að kraftiog hörku en þetta dugði hjá okkur,“sagði Sigurður, þjálfari Keflvíkinga, sem með sigrinum í kvöld komust í annað sætið í deildinni. Keflvíkingar voru í smá lægð eftir áramót og töpuðu nokkrum leikjum „Við unnum í kvöld og svo er það næsti leikur. Við höfum ekkert verið taka saman hvort við erum að spila vel eða illa. Við viljum einbeita okkur að því verkefninu sem við erum í hverju sinni. Leikurinn á fimmtudaginn við Stjörnunna verður hörkuleikur, hreinn úrslitaleikur um annað sætið í deildinni og við ætlum okkur sigur þar. Við erum ekkert í raun og veru farnir að hugsa um úrslitakeppnina við erum bara að einbeita okkur að næsta leik.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
ÍR átti ekkert erindi í Keflavík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Leikurinn fór rólega af stað og voru liðin lengi að skora. Keflvíkingar leituðu töluvert inni í teig að Jerome Hill með misjöfnum árangri. ÍR-ingar ætluðu greinilega að selja sig dýrt í kvöld en þeir voru fastir fyrir í vörninni. Keflvíkingar voru fyrri til að skora þó án þess að slíta sig langt frá ÍR-ingum. Keflvíkingar náðu níu stiga forskoti undir lok fyrsta leikhluta en ÍR spilaði vel síðustu mínúturnar í leikhlutanum og minnkuðu forskotið undir lokin. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 26-19 fyrir Keflavík. ÍR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og spiluðu fasta vörn og fengu auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og setti ÍR ellefu stig á móti tveimur hjá Keflavík. Keflvíkingar virkuðu hálfkærulausir í sókninni og komust lítið áleiðis. Um miðjan annan leikhluta var eins og Keflvíkingar vöknuðu til lífsins og skoruðu nánast að vild og náðu fínu forskoti en þegar fyrri hálfleik lauk var stað 51-38 fyrir Keflavík. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks í upphafi seinni hálfleiks og náðu þeir tuttugu stiga forskoti strax sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR-ingar börðust eins og ljón en allt kom fyrir ekki ef þeir skoruðu svöruðu Keflvíkingar um leið. Magnús Már Traustason kom sterkur inn í þriðja leikhluta og skoraði 13 stig. Keflvíkingar fóru inn í fjórða leikhluta með 18 stiga forskot 76-58. Fjórði leikhluti var nánast formsatriði því það var aldrei í spilunum að ÍR-ingar næðu að ógna Keflvíkingum að neinu ráði. ÍR sem mætti án bandaríska leikmannsins síns, Jonathan Mitchell, reyndu hvað þeir gátu en mættu einfaldlega of sterku liði Keflvíkinga í kvöld. Lokatölur urðu 100-80. Segja má að þetta hafi verið skyldusigur hjá Keflvíkingum en eins og áður kom fram voru ÍR-ingar hálf vængbrotnir án Jonathan Mitchell. Liðsheildin hjá Keflavík var góð en það voru sex leikmenn sem skoruðu níu stig eða meira. Bestir hjá heimamönnum voru þeir Magnús Már Traustason með 19 stig og 7 fráköst. Eins var Jerome Hill öflugur en hann setti niður 17 stig og tók átta fráköst. Í liði gestanna voru þeir Eyjólfur Ásberg Halldórsson, með 17 stig og tvö fráköst og Sveinbjörn Claessen, með 12 stig og tvö fráköst, bestir í annars jöfnu ÍR liði. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp í annað sætið með jafn mörg stig eins og Stjarnan sem situr í þriðja sæti en þar sem Keflavík vann fyrri leik þessara liða eru þeir í öðru sæti. Þannig að leikur Keflavíkur og Stjörnunnar á fimmtudaginn næstkomandi er hreinn úrslitaleikur um annað sætið í deildinni.Magnús: Við ætluðum ekki að vanmeta þá „Við vissum að þeir væru að spila án Jonathan Mitchell en við ætluðum ekki að vanmeta þá og spila okkar bolta, það gekk upp í dag. Við verðum að spila betri vörn í úrslitakeppninni en í kvöld það er alltaf hægt að gera betur,“ sagði Magnús Már eftir sigurinn á ÍR í kvöld ÍR spilaði fína vörn í fyrri hálfleik og áttu Keflvíkingar oft í erfiðleikum með hana „Já, þeir voru að spila fína vörn í fyrri hálfleik en svo kom þetta hjá okkur. Við fórum að tala betur saman í vörninni og það skilaði okkur auðveldum körfum í sókninni. Við erum að gíra okkur upp fyrir úrslitakeppnina og við ættlum að vinna þá leiki sem við eigum eftir að spila.” Magnús Már spilaði vel í kvöld, sérstaklega í þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 13 stig „Strákarnir voru að finna mig í kvöld og ég nýtti mín færi alveg þokkalega. Það skiptir ekki máli hver er að skora bara að liðið vinnur.“Borce: Það er engin skömm að tapa fyrir Keflavík í Keflavík Ilievski Borce, þjálfari ÍR, var að vonum svekktur eftir tapið á móti Keflavík í kvöld „Það er engin skömm að tapa fyrir Keflavík í Keflavík. Við reyndum að gera okkar besta en okkur vantar stöðuleika í okkar leik eins og er. Við spiluðum illa í kvöld og ég er vissum að næsti leikur verði betri hjá okkur,“ sagði Borce en þeir eiga KR í næsta leik „Tímabilið er næstum búið hjá okkur, við eigum einn leik eftir á fimmtudaginn. Við erum með unga leikmenn í hópnum sem eiga framtíðina fyrir sér hjá ÍR. Ef þessir ungu leikmenn fá reynslu getum við náð langt með þetta lið. „Í kvöld vorum við að klúðra auðveldum og opnum skotum, Keflavík veit hvernig það á að refsa liðum því fór sem fór. Ég vona að við spilum betur í næsta leik,” sagði Borce fullur af bjartsýni um framhaldið hjá ÍR.Sigurður: Þetta dugði hjá okkur Sigurður Ingimundarson tók sigrinum á móti ÍR fagnandi eins og öllum öðrum sigrum „Þessi sigur var flottur eins og þeir allir. Við spiluðum ekkert sérstaklega í kvöld en ég var hrifinn hvernig ÍR-ingar spiluðu. Þeir voru að spila að kraftiog hörku en þetta dugði hjá okkur,“sagði Sigurður, þjálfari Keflvíkinga, sem með sigrinum í kvöld komust í annað sætið í deildinni. Keflvíkingar voru í smá lægð eftir áramót og töpuðu nokkrum leikjum „Við unnum í kvöld og svo er það næsti leikur. Við höfum ekkert verið taka saman hvort við erum að spila vel eða illa. Við viljum einbeita okkur að því verkefninu sem við erum í hverju sinni. Leikurinn á fimmtudaginn við Stjörnunna verður hörkuleikur, hreinn úrslitaleikur um annað sætið í deildinni og við ætlum okkur sigur þar. Við erum ekkert í raun og veru farnir að hugsa um úrslitakeppnina við erum bara að einbeita okkur að næsta leik.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli