Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 13:20 Hannes Bjarnason bauð sig fram til forseta árið 2012 en lítið hefur heyrst frá honum síðan, þar til nú. Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira