„Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:25 Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58
Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08
Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45