Viska Óðins Magnús Guðmundsson skrifar 7. mars 2016 07:00 Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi, svo dæmi sé tekið af hugmyndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi. Ágætis dæmi um síðarnefndu hugmyndirnar voru settar fram í vikunni af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þær eru þó því miður hvorki nýjar af nálinni né án hljómgrunns í samfélaginu enda leggur Ásmundur áherslu á mikilvægi þess að við þurfum að taka umræðu um þessar hugmyndir. Hugmyndir sem snúast um að í nafni sérhagsmuna lokum við landamærum okkar fyrir flóttafólki og snúum því burt á staðnum. Tökum ekki tillit til afleiðinganna fyrir viðkomandi og segjum okkur frá alþjóðasamningum sem miða að því að mannkynið taki sameiginlega ábyrgð á þeim sem eiga um sárt að binda af völdum styrjalda og ofsókna af ýmsu tagi. Ásmundur leggur áherslu á að hann sé óhræddur við að taka þessa umræðu og að hana þurfi að taka. Hún er reyndar viðlíka skynsamleg og að taka þurfi umræðu um að leyft verði að kasta af sér vatni í heita pottinum rétt áður en maður fer upp úr, því eðli málsins samkvæmt munu aðrir en maður sjálfur sitja í súpunni. Að við eigum að „þora að taka þessa umræðu“ er því hreinn og klár þvættingur. Mannvænt og siðmenntað samfélag á nefnilega að vera að taka umræðu um það hvernig það geti hjálpað öðrum en ekki hvernig það geti komið sér hjá því. Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvernig við getum losað samfélagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna sem eru í alla staði skaðleg fyrirbæri mannvænu og gæskuríku samfélagi. Þar gæti svarið m.a. verið falið í aukinni þekkingu sem og almennri þekkingarleit einstaklinga og samfélags. Hver sá sem vill auka þekkingu sína og víðsýni gæti til að mynda tekið goðið Óðin sér til fyrirmyndar, en talsverðs misskilnings virðist gæta um eiginleika og eðli Óðins bæði hérlendis sem, til að mynda, í Finnlandi. Óðinn var æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði og þekktur fyrir að sækjast sífellt eftir meiri visku og þekkingu og vera í senn bæði víðförull og gestrisinn, enda hvort tveggja grunnforsenda allrar þekkingarleitar og framþróunar. Óðinn er þannig einnig táknmynd þess að norræn og íslensk menning eru ekkert sjálfsprottið og engu skylt fyrirbæri heldur afsprengi þekkingarleitar, víðsýni og gestrisni. Þess er því að sönnu óskandi að Ásmundur Friðriksson og aðrir sem telja mikilvægt að taka umræðu um réttmæti þess að hjálpa sér og sínum frekar en öðrum, hvaðan sem þeir koma, taki sér nú Óðin til fyrirmyndar og láti þekkingarleitina opna huga og leiða hönd til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi, svo dæmi sé tekið af hugmyndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi. Ágætis dæmi um síðarnefndu hugmyndirnar voru settar fram í vikunni af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þær eru þó því miður hvorki nýjar af nálinni né án hljómgrunns í samfélaginu enda leggur Ásmundur áherslu á mikilvægi þess að við þurfum að taka umræðu um þessar hugmyndir. Hugmyndir sem snúast um að í nafni sérhagsmuna lokum við landamærum okkar fyrir flóttafólki og snúum því burt á staðnum. Tökum ekki tillit til afleiðinganna fyrir viðkomandi og segjum okkur frá alþjóðasamningum sem miða að því að mannkynið taki sameiginlega ábyrgð á þeim sem eiga um sárt að binda af völdum styrjalda og ofsókna af ýmsu tagi. Ásmundur leggur áherslu á að hann sé óhræddur við að taka þessa umræðu og að hana þurfi að taka. Hún er reyndar viðlíka skynsamleg og að taka þurfi umræðu um að leyft verði að kasta af sér vatni í heita pottinum rétt áður en maður fer upp úr, því eðli málsins samkvæmt munu aðrir en maður sjálfur sitja í súpunni. Að við eigum að „þora að taka þessa umræðu“ er því hreinn og klár þvættingur. Mannvænt og siðmenntað samfélag á nefnilega að vera að taka umræðu um það hvernig það geti hjálpað öðrum en ekki hvernig það geti komið sér hjá því. Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvernig við getum losað samfélagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna sem eru í alla staði skaðleg fyrirbæri mannvænu og gæskuríku samfélagi. Þar gæti svarið m.a. verið falið í aukinni þekkingu sem og almennri þekkingarleit einstaklinga og samfélags. Hver sá sem vill auka þekkingu sína og víðsýni gæti til að mynda tekið goðið Óðin sér til fyrirmyndar, en talsverðs misskilnings virðist gæta um eiginleika og eðli Óðins bæði hérlendis sem, til að mynda, í Finnlandi. Óðinn var æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði og þekktur fyrir að sækjast sífellt eftir meiri visku og þekkingu og vera í senn bæði víðförull og gestrisinn, enda hvort tveggja grunnforsenda allrar þekkingarleitar og framþróunar. Óðinn er þannig einnig táknmynd þess að norræn og íslensk menning eru ekkert sjálfsprottið og engu skylt fyrirbæri heldur afsprengi þekkingarleitar, víðsýni og gestrisni. Þess er því að sönnu óskandi að Ásmundur Friðriksson og aðrir sem telja mikilvægt að taka umræðu um réttmæti þess að hjálpa sér og sínum frekar en öðrum, hvaðan sem þeir koma, taki sér nú Óðin til fyrirmyndar og láti þekkingarleitina opna huga og leiða hönd til góðra verka.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun