Peyton Manning tilkynnir á morgun að hann sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 14:38 Peyton Manning fagnar titlinum í síðasta mánuði. Vísir/Getty Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi allra tíma í ameríska fótboltanum, hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna en kappinn hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Chris Mortensen á ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum sem þekkir vel til hjá Peyton Manning. Síðasti leikur Peyton Manning var þegar hann leiddi til lið Denver Broncos til sigurs í Super Bowl í síðasta mánuði. Hann vann allt á ferlinum og er handhafi margra af eftirsóttustu metunum í NFL-deildinni. Peyton Manning varð á dögunum NFL-meistari í annað skiptið á ferlinum en hann er sá leikstjórnandi sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar (539) og náð flestum jördum með heppnuðum sendingum (71,940) í sögu NFL-deildarinnar. Peyton Manning vann 186 leiki á ferli sínum og á þar metið ásamt Brett Favre en manning hafði áður tekið önnur met af Favre. Peyton Manning spilaði fjórtán fyrstu tímabilin á ferlinum með Indianapolis Colts en missti af 2011-tímabilinu vegna hálsmeiðsla. Hann fór í aðgerð og óttast var að ferillinn væri á enda en svo var nú ekki. Manning samdi við Denver Broncos eftir að hann kom til baka og átti frábært 2013-tímabil þar sem liðið komst alla leið í Super Bowl. Manning náði ekki alveg að fylgja því eftir síðustu tvö tímabilin sín en endar ferilinn sem NFL-meistari. NFL Tengdar fréttir Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30 Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Foli mætir gæðingi í 50. Super Bowl-leiknum sem fram fer í San Francisco á sunnudaginn. Ríður Peyton Manning út í sólarlagið sem meistari eða stimplar Cam Newton sig inn sem besti leikmaðurinn í NFL? 6. febrúar 2016 08:00 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi allra tíma í ameríska fótboltanum, hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna en kappinn hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Chris Mortensen á ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum sem þekkir vel til hjá Peyton Manning. Síðasti leikur Peyton Manning var þegar hann leiddi til lið Denver Broncos til sigurs í Super Bowl í síðasta mánuði. Hann vann allt á ferlinum og er handhafi margra af eftirsóttustu metunum í NFL-deildinni. Peyton Manning varð á dögunum NFL-meistari í annað skiptið á ferlinum en hann er sá leikstjórnandi sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar (539) og náð flestum jördum með heppnuðum sendingum (71,940) í sögu NFL-deildarinnar. Peyton Manning vann 186 leiki á ferli sínum og á þar metið ásamt Brett Favre en manning hafði áður tekið önnur met af Favre. Peyton Manning spilaði fjórtán fyrstu tímabilin á ferlinum með Indianapolis Colts en missti af 2011-tímabilinu vegna hálsmeiðsla. Hann fór í aðgerð og óttast var að ferillinn væri á enda en svo var nú ekki. Manning samdi við Denver Broncos eftir að hann kom til baka og átti frábært 2013-tímabil þar sem liðið komst alla leið í Super Bowl. Manning náði ekki alveg að fylgja því eftir síðustu tvö tímabilin sín en endar ferilinn sem NFL-meistari.
NFL Tengdar fréttir Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30 Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Foli mætir gæðingi í 50. Super Bowl-leiknum sem fram fer í San Francisco á sunnudaginn. Ríður Peyton Manning út í sólarlagið sem meistari eða stimplar Cam Newton sig inn sem besti leikmaðurinn í NFL? 6. febrúar 2016 08:00 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28
Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30
Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Foli mætir gæðingi í 50. Super Bowl-leiknum sem fram fer í San Francisco á sunnudaginn. Ríður Peyton Manning út í sólarlagið sem meistari eða stimplar Cam Newton sig inn sem besti leikmaðurinn í NFL? 6. febrúar 2016 08:00
Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45
Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10