Logi handleggsbrotinn og tímabilið í hættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2016 10:53 Logi í leik með Njarðvík. Vísir Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, handleggsbrotnaði í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gær. Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta en Logi kláraði engu að síður leikinn. „Þetta gerðist snemma í leiknum. Ég var að keyra inn að körfunni og það var einhver sem lamdi á höndina. Þetta var bara alger óheppni,“ sagði Logi sem sagði að hann hefði vitað strax að hann væri brotinn. Hann er í gipsi í dag. „Ég sá að beinið stóð út af. Við teipuðum þetta í hálfleik og ég reyndi bara að drippla með vinstri og spila vörn það sem eftir var af leiknum.“Sjá einnig: Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Leikurinn gegn Þór var æsispennandi og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn í síðustu sókninni en Logi, einn besti skotmaður landsins, tók eðlilega ekki skotið. „Þetta gekk ágætlega þrátt fyrir allt. Við vorum að spila gegn sterku liði og auðvitað hefði maður viljað taka skot í lokin enda mikilvægar sóknir. En það var bara ekki hægt.“ „Ég reyndi bara að gera mitt besta í vörninni og stöðva útlendinginn [Vance Hall] þeirra. Það gekk á köflum ágætlega. Ég reyndi bara að aðstoða eins og ég gat.“ Hann segir óvíst hvort hann spili aftur á leiktíðinni eða þá hvenær. „Ég hef verið mjög hepppinn með meiðsli í gegnum tíðina og þekki bara ekki hvernig svona lagað gengur fyrir sig - hvort ég megi spila strax þegar ég losna við gipsið. Ég hitti vonandi sérfræðing í dag.“Sjá einnig: Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Njarðvíkurliðið hefur mátt þola ýmis skakkaföll í vetur en það hófst þegar Stefan Bonneau meiddist á undirbúningstímabilinu. Þá missti Haukur Helgi Pálsson af leiknum í gær vegna meiðsla. „Stundum er þetta bara svona. Það kemur eitt á eftir öðru. Við vonum samt að Haukur komi til baka. Við höfum verið vængbrotnir en samt náðum við næstum því að vinna sterkt lið Þórs í gær. Það þýðir ekkert annað að verja bjartsýnir, þrátt fyrir að tímasetningin á meiðslunum sé hundleiðinleg.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, handleggsbrotnaði í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gær. Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta en Logi kláraði engu að síður leikinn. „Þetta gerðist snemma í leiknum. Ég var að keyra inn að körfunni og það var einhver sem lamdi á höndina. Þetta var bara alger óheppni,“ sagði Logi sem sagði að hann hefði vitað strax að hann væri brotinn. Hann er í gipsi í dag. „Ég sá að beinið stóð út af. Við teipuðum þetta í hálfleik og ég reyndi bara að drippla með vinstri og spila vörn það sem eftir var af leiknum.“Sjá einnig: Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Leikurinn gegn Þór var æsispennandi og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn í síðustu sókninni en Logi, einn besti skotmaður landsins, tók eðlilega ekki skotið. „Þetta gekk ágætlega þrátt fyrir allt. Við vorum að spila gegn sterku liði og auðvitað hefði maður viljað taka skot í lokin enda mikilvægar sóknir. En það var bara ekki hægt.“ „Ég reyndi bara að gera mitt besta í vörninni og stöðva útlendinginn [Vance Hall] þeirra. Það gekk á köflum ágætlega. Ég reyndi bara að aðstoða eins og ég gat.“ Hann segir óvíst hvort hann spili aftur á leiktíðinni eða þá hvenær. „Ég hef verið mjög hepppinn með meiðsli í gegnum tíðina og þekki bara ekki hvernig svona lagað gengur fyrir sig - hvort ég megi spila strax þegar ég losna við gipsið. Ég hitti vonandi sérfræðing í dag.“Sjá einnig: Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Njarðvíkurliðið hefur mátt þola ýmis skakkaföll í vetur en það hófst þegar Stefan Bonneau meiddist á undirbúningstímabilinu. Þá missti Haukur Helgi Pálsson af leiknum í gær vegna meiðsla. „Stundum er þetta bara svona. Það kemur eitt á eftir öðru. Við vonum samt að Haukur komi til baka. Við höfum verið vængbrotnir en samt náðum við næstum því að vinna sterkt lið Þórs í gær. Það þýðir ekkert annað að verja bjartsýnir, þrátt fyrir að tímasetningin á meiðslunum sé hundleiðinleg.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56
Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30