Leita leiða til að losna við Trump Birta Björnsdóttir skrifar 4. mars 2016 19:45 Vísir/EPA Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. Þeir sem halda því fram að kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins einkennist öðru fremur af persónulegum árásum og ómálefnalegum umræðum gætu haft nokkuð til síns máls, miðað við nokkur þau ummæli sem féllu í kappræðunum í Detroit í gær. „Og hann sagði að fyrst hendurnar á mér væru litlar hlyti eitthvað annað að vera lítið. Ég get fullvissað ykkur um að það er ekkert vandamál. Ég ábyrgist það,“ sagði Donald Trump. Þeir þrír sem eftir standa í baráttunni við Donald Trump þreytast ekki á að tíunda ókosti hans og fleiri flokksmenn hafa lagst á árar með þeim. „Hugsið um persónueiginleika Donalds Trump, yfirganginn, græðgina, sýndarmennskuna, kvenhatrið, þessa fáránlegu þriðjabekkjarstæla,“ sagði Mitt Romney á dögunum, en hann var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012. Nær ómögulegt þykir fyrir mótframbjóðendur Trumps að ná forskoti hans í forvalinu. Saman gætu þeir þó komið í veg fyrir að Trump nái þeim 1237 kjörmönnum sem mundu tryggja honum útnefningu flokksins. Nái Trump ekki þessum fjölda kjörmanna geta kjörmenn hinna frambjóðendanna sameinast um annan frambjóðanda. Verði þetta raunin er spurning hvort þeir Cruz, Rubio eða Kasich séu tilbúnir að fylkja sér á bakvið hvorn annan. Hinn möguleikinn er að kjörmennirnir lýsi yfir stuðningi við enn annan frambjóðanda, en heimildir CNN fréttstofunnar herma að fyrrnefndur Mitt Romney eygi þarna von til að verða í annað sinn fulltrúi Repúblikana í baráttunni um Hvíta húsið. Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. Þeir sem halda því fram að kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins einkennist öðru fremur af persónulegum árásum og ómálefnalegum umræðum gætu haft nokkuð til síns máls, miðað við nokkur þau ummæli sem féllu í kappræðunum í Detroit í gær. „Og hann sagði að fyrst hendurnar á mér væru litlar hlyti eitthvað annað að vera lítið. Ég get fullvissað ykkur um að það er ekkert vandamál. Ég ábyrgist það,“ sagði Donald Trump. Þeir þrír sem eftir standa í baráttunni við Donald Trump þreytast ekki á að tíunda ókosti hans og fleiri flokksmenn hafa lagst á árar með þeim. „Hugsið um persónueiginleika Donalds Trump, yfirganginn, græðgina, sýndarmennskuna, kvenhatrið, þessa fáránlegu þriðjabekkjarstæla,“ sagði Mitt Romney á dögunum, en hann var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2012. Nær ómögulegt þykir fyrir mótframbjóðendur Trumps að ná forskoti hans í forvalinu. Saman gætu þeir þó komið í veg fyrir að Trump nái þeim 1237 kjörmönnum sem mundu tryggja honum útnefningu flokksins. Nái Trump ekki þessum fjölda kjörmanna geta kjörmenn hinna frambjóðendanna sameinast um annan frambjóðanda. Verði þetta raunin er spurning hvort þeir Cruz, Rubio eða Kasich séu tilbúnir að fylkja sér á bakvið hvorn annan. Hinn möguleikinn er að kjörmennirnir lýsi yfir stuðningi við enn annan frambjóðanda, en heimildir CNN fréttstofunnar herma að fyrrnefndur Mitt Romney eygi þarna von til að verða í annað sinn fulltrúi Repúblikana í baráttunni um Hvíta húsið.
Donald Trump Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira