Heimir Örn býður sig fram til forseta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2016 08:45 Heimir Örn Hólmarsson Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira