Viðar: Svo kemur þú með kjaftshögg á hina hliðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2016 21:25 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekki ánægður með að heyra þau tíðindi frá blaðamanni Vísi eftir leikinn í kvöld að ÍR hefði unnið sinn leik gegn Snæfelli og þar með væri ljóst að Höttur væri fallið úr Domino's-deild karla. Höttur tapaði fyrir Stjörnunni, 90-72, og þar með sínum sautjánda leik af 20 í vetur. Það hefur því lengi stefnt í að nýliðarnir frá Egilsstöðum væru aftur á leið í 1. deildina. „Maður er drullusvekktur. Menn mæta ekki tilbúnir til leiks hér í kvöld. Lokaflautið gellur og þá labbarðu að manni og gefur manni kjaftshögg á hina hliðina. Við erum bara ekki nógu góðir til að vera í efstu deild,“ sagði Viðar. Viðar tók hraustlega til máls í nokkrum leikhléum í upphafi leiks og það var ekki að ástæðulausu. „Við mættum flatir og lélegir til leiks. Stjörnumenn börðu okkur í klessu og við bökkuðum frá því. Þeir eru með ágætislið og við hefðum þurft toppframmistöðu til að vinna þá í kvöld.“ „En með svona frammistöðu þá fer þetta bara svona. Við vorum bara lélegir. Þetta hefur verið ágætt heilt yfir eftir áramót en vorum engan veginn tilbúnir í þennan bardaga í kvöld.“ „Maður er bara orðlaus. Ég var nú að vona að við fengjum annan séns. En við ýttum því bara frá okkur. Aumingjaskapur.“ Höttur þurfti að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum sínum í vetur og þó svo að liðið hafi komist vel í gang að undanförnu var það einfaldlega of seint. „Við unnum tvo á undan þessu og höfðum trú. En ætlu menn hafi ekki bara trúað því að þetta kæmi að sjálfu sér. Það voru stór mistök.“ Hann vildi ekkert tala um hvað Hattarmenn hefðu lært af þessum vetri, enda ótímabært. „Það fer í mig eitthvað helvítis tal um að við eigum eitthvað betra skilið. Við eigum bara ekki neitt skilið. Við erum bara búnir að vinna þrjá leiki og við eigum það bara skilið að fara niður.“ „Helvítið hann Jonni hafði rétt fyrir sér um að við værum lélegasta liðið í efstu deild. Við verðum þá bara að reyna að koma okkur upp aftur og standa okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Nýliðarnir féllu báðir í kvöld. Höttur átti aldrei möguleika gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. 3. mars 2016 21:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekki ánægður með að heyra þau tíðindi frá blaðamanni Vísi eftir leikinn í kvöld að ÍR hefði unnið sinn leik gegn Snæfelli og þar með væri ljóst að Höttur væri fallið úr Domino's-deild karla. Höttur tapaði fyrir Stjörnunni, 90-72, og þar með sínum sautjánda leik af 20 í vetur. Það hefur því lengi stefnt í að nýliðarnir frá Egilsstöðum væru aftur á leið í 1. deildina. „Maður er drullusvekktur. Menn mæta ekki tilbúnir til leiks hér í kvöld. Lokaflautið gellur og þá labbarðu að manni og gefur manni kjaftshögg á hina hliðina. Við erum bara ekki nógu góðir til að vera í efstu deild,“ sagði Viðar. Viðar tók hraustlega til máls í nokkrum leikhléum í upphafi leiks og það var ekki að ástæðulausu. „Við mættum flatir og lélegir til leiks. Stjörnumenn börðu okkur í klessu og við bökkuðum frá því. Þeir eru með ágætislið og við hefðum þurft toppframmistöðu til að vinna þá í kvöld.“ „En með svona frammistöðu þá fer þetta bara svona. Við vorum bara lélegir. Þetta hefur verið ágætt heilt yfir eftir áramót en vorum engan veginn tilbúnir í þennan bardaga í kvöld.“ „Maður er bara orðlaus. Ég var nú að vona að við fengjum annan séns. En við ýttum því bara frá okkur. Aumingjaskapur.“ Höttur þurfti að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum sínum í vetur og þó svo að liðið hafi komist vel í gang að undanförnu var það einfaldlega of seint. „Við unnum tvo á undan þessu og höfðum trú. En ætlu menn hafi ekki bara trúað því að þetta kæmi að sjálfu sér. Það voru stór mistök.“ Hann vildi ekkert tala um hvað Hattarmenn hefðu lært af þessum vetri, enda ótímabært. „Það fer í mig eitthvað helvítis tal um að við eigum eitthvað betra skilið. Við eigum bara ekki neitt skilið. Við erum bara búnir að vinna þrjá leiki og við eigum það bara skilið að fara niður.“ „Helvítið hann Jonni hafði rétt fyrir sér um að við værum lélegasta liðið í efstu deild. Við verðum þá bara að reyna að koma okkur upp aftur og standa okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Nýliðarnir féllu báðir í kvöld. Höttur átti aldrei möguleika gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. 3. mars 2016 21:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Nýliðarnir féllu báðir í kvöld. Höttur átti aldrei möguleika gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. 3. mars 2016 21:45