Kemur undan forsetafeldinum í veislu á sunnudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2016 13:15 Vigfús Bjarni Albertsson. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur á Landspítalanum mun taka afstöðu til forsetaframboðs næstkomandi sunnudag. Þá mun stuðningshópur hans afhenda undirskriftalista þar sem skorað er á hann að fara fram. Hann mun gefa svar við áskoruninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum. „Hópur fólks sem hefur verið svo heppinn að kynnast Vigfúsi Bjarna Albertssyni og eiginkonu hans Valdísi Ösp Ívarsdóttur hefur sameinast um að skora á Vigfús Bjarna til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands,“ segir í tilkynningunni. „Ákveðið var að leita eftir stuðningi við framboð Vigfúsar úr ólíkum áttum. Það reyndist auðsótt mál enda eru Vigfús og Valdís bæði vel virt og þekkt á meðal samstarfsfélaga, vina og fjölskyldu. Fyrr en varði voru 500 undirskriftir komnar á blað.“ Afhending undirskriftana fer fram í samsæti til heiðurs Vigfúsi og Valdísi mun fara fram sunnudaginn 6. mars kl. 14 á Hótel Borg í Reykjavík. Þar er fullyrt að hjónin muni greina frá ákvörðun sinni varðandi embættið en auk þess verða skemmtiatriði. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir mun stýra veislunni og önnur leikkona, Halldóra Geirharðsdóttir, mun ávarpa veislugesti líkt og Felix Valsson, starfandi læknir á Landspítalanum. Áhugafólk um næstu forsetakosningar og framboð Vigfúsar Bjarna er boðið hjartanlega velkomið. „Það er okkar einlæga ósk að sem flestir sjái sér fært um að mæta á Hótel Borg og fái tækifæri til að kynnast þeim Vigfúsi og Valdísi. Hlökkum til að sjá ykkur!“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur á Landspítalanum mun taka afstöðu til forsetaframboðs næstkomandi sunnudag. Þá mun stuðningshópur hans afhenda undirskriftalista þar sem skorað er á hann að fara fram. Hann mun gefa svar við áskoruninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum. „Hópur fólks sem hefur verið svo heppinn að kynnast Vigfúsi Bjarna Albertssyni og eiginkonu hans Valdísi Ösp Ívarsdóttur hefur sameinast um að skora á Vigfús Bjarna til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands,“ segir í tilkynningunni. „Ákveðið var að leita eftir stuðningi við framboð Vigfúsar úr ólíkum áttum. Það reyndist auðsótt mál enda eru Vigfús og Valdís bæði vel virt og þekkt á meðal samstarfsfélaga, vina og fjölskyldu. Fyrr en varði voru 500 undirskriftir komnar á blað.“ Afhending undirskriftana fer fram í samsæti til heiðurs Vigfúsi og Valdísi mun fara fram sunnudaginn 6. mars kl. 14 á Hótel Borg í Reykjavík. Þar er fullyrt að hjónin muni greina frá ákvörðun sinni varðandi embættið en auk þess verða skemmtiatriði. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir mun stýra veislunni og önnur leikkona, Halldóra Geirharðsdóttir, mun ávarpa veislugesti líkt og Felix Valsson, starfandi læknir á Landspítalanum. Áhugafólk um næstu forsetakosningar og framboð Vigfúsar Bjarna er boðið hjartanlega velkomið. „Það er okkar einlæga ósk að sem flestir sjái sér fært um að mæta á Hótel Borg og fái tækifæri til að kynnast þeim Vigfúsi og Valdísi. Hlökkum til að sjá ykkur!“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira