Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. mars 2016 09:08 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands en forsetakosningar verða þann 25. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Katrín í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í Stundinni sem kom út í dag. Katrín hefur notið mikils fylgis í ýmsum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um stuðning þjóðarinnar við mögulega frambjóðendur en í byrjun janúar var Katrín til að mynda sú sem flestir lesendur Vísis vildu sjá sem forseta. Fimmtán þúsund lesendur Vísis tóku þátt í könnuninni og hlaut Katrín 2973 atkvæði, eða um tuttugu prósent. Í kjölfarið á þeirri könnun sagðist Katrín ekki hafa það í hyggju að fara fram en annað er uppi á teningnum nú. Hún ítrekar þó í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort hún fari fram. „Nei, í raun og veru ekki,“ segir Katrín. Hún segist hafa fengið margar áskoranir og niðurstöður kannana hafi einnig gefið tilefni til að velta málunum fyrir sér. „Það er bara eðlilegt að maður velti svona hlutum fyrir sér, annað væri ekki mannlegt,“ segir Katrín sem ætlar að gefa sér tíma til að hugsa málið. Þó ekki langan tíma. Hún reikni með að tilkynna um ákvörðun sína fljótlega, bæði sín vegna og annarra. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02 Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30 Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands en forsetakosningar verða þann 25. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Katrín í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í Stundinni sem kom út í dag. Katrín hefur notið mikils fylgis í ýmsum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um stuðning þjóðarinnar við mögulega frambjóðendur en í byrjun janúar var Katrín til að mynda sú sem flestir lesendur Vísis vildu sjá sem forseta. Fimmtán þúsund lesendur Vísis tóku þátt í könnuninni og hlaut Katrín 2973 atkvæði, eða um tuttugu prósent. Í kjölfarið á þeirri könnun sagðist Katrín ekki hafa það í hyggju að fara fram en annað er uppi á teningnum nú. Hún ítrekar þó í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort hún fari fram. „Nei, í raun og veru ekki,“ segir Katrín. Hún segist hafa fengið margar áskoranir og niðurstöður kannana hafi einnig gefið tilefni til að velta málunum fyrir sér. „Það er bara eðlilegt að maður velti svona hlutum fyrir sér, annað væri ekki mannlegt,“ segir Katrín sem ætlar að gefa sér tíma til að hugsa málið. Þó ekki langan tíma. Hún reikni með að tilkynna um ákvörðun sína fljótlega, bæði sín vegna og annarra.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02 Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30 Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02
Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30
Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09