Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2016 06:18 Marco Rubio, Ted Cruz, Bernie Sanders, Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði sigur í flestum þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem forkosningar flokkanna fóru fram í nótt. Clinton og Trump unnu bæði sigra í Alabama, Georgíu, Tennessee og Virginíu. Ted Cruz hafði sigur í heimaríki sínu Texas og Oklahoma. Bernie Sanders vann sigur í fjórum ríkjum, þeirra á meðal heimaríki hans Vermont. Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi. Frambjóðendur sem unnu sigra eftir ríkjum í nótt:Donald Trump (R): Alabama, Georgía, Massachusetts, Tennessee, Virginía, Arkansas, Vermont.Ted Cruz (R): Texas, OklahomaMarco Rubio (R): MinnesotaHillary Clinton (D): Alabama, Georgía, Tennessee, Virginía, Arkansas, Texas, MassachusettsBernie Sanders (D): Vermont, Oklahoma, Minnesota, Colorado Á vef CNN segir að Clinton hafi tryggt sér 314 kjörmenn í nótt en Sanders 210. Trump tryggði sér 169 kjörmenn, Cruz 97, Rubio 37, John Kasich sautján og Ben Carson þrjá. Clinton hefur nú tryggt sér alls 873 kjörmenn, en Sanders 296. 1.383 kjörmenn þarf til að tryggja sér tilnefningu hjá Demókrötum. Hjá Repúblikönum hefur Trump tryggt sér 274 kjörmenn, Cruz 149 og Rubio 82, en alls þarf 1.237 til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Hillary Clinton beindi í sigurræðu sinni spjótum sínum að Donald Trump og sagði aldrei áður hafa verið meira undir í forsetakosningunum í haust og að orðræðan hjá Repúblikönum hafi aldrei verið á eins lágu plani.Trump sagðist sjálfur vera maður sem gæti sameinað Repúblikanaflokkinn og hætt innanhúsátökum í flokknum og einblínt á baráttuna sem framundan væri gegn Clinton. Ted Cruz hvatti til einingar til að tryggja mætti að Trump yrði ekki frambjóðandi Repúblikana.Marco Rubio lagði í sigurræðu sinni að „svikahrappur“ yrði aldrei forseti Bandaríkjanna og vísaði þar til Donalds Trump.Bernie Sanders ítrekaði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að tryggja að auðmenn stjórni ekki öllu í ríkinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði sigur í flestum þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem forkosningar flokkanna fóru fram í nótt. Clinton og Trump unnu bæði sigra í Alabama, Georgíu, Tennessee og Virginíu. Ted Cruz hafði sigur í heimaríki sínu Texas og Oklahoma. Bernie Sanders vann sigur í fjórum ríkjum, þeirra á meðal heimaríki hans Vermont. Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi. Frambjóðendur sem unnu sigra eftir ríkjum í nótt:Donald Trump (R): Alabama, Georgía, Massachusetts, Tennessee, Virginía, Arkansas, Vermont.Ted Cruz (R): Texas, OklahomaMarco Rubio (R): MinnesotaHillary Clinton (D): Alabama, Georgía, Tennessee, Virginía, Arkansas, Texas, MassachusettsBernie Sanders (D): Vermont, Oklahoma, Minnesota, Colorado Á vef CNN segir að Clinton hafi tryggt sér 314 kjörmenn í nótt en Sanders 210. Trump tryggði sér 169 kjörmenn, Cruz 97, Rubio 37, John Kasich sautján og Ben Carson þrjá. Clinton hefur nú tryggt sér alls 873 kjörmenn, en Sanders 296. 1.383 kjörmenn þarf til að tryggja sér tilnefningu hjá Demókrötum. Hjá Repúblikönum hefur Trump tryggt sér 274 kjörmenn, Cruz 149 og Rubio 82, en alls þarf 1.237 til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Hillary Clinton beindi í sigurræðu sinni spjótum sínum að Donald Trump og sagði aldrei áður hafa verið meira undir í forsetakosningunum í haust og að orðræðan hjá Repúblikönum hafi aldrei verið á eins lágu plani.Trump sagðist sjálfur vera maður sem gæti sameinað Repúblikanaflokkinn og hætt innanhúsátökum í flokknum og einblínt á baráttuna sem framundan væri gegn Clinton. Ted Cruz hvatti til einingar til að tryggja mætti að Trump yrði ekki frambjóðandi Repúblikana.Marco Rubio lagði í sigurræðu sinni að „svikahrappur“ yrði aldrei forseti Bandaríkjanna og vísaði þar til Donalds Trump.Bernie Sanders ítrekaði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að tryggja að auðmenn stjórni ekki öllu í ríkinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira