Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 06:30 Dagný Brynjarsdóttir í landsleik á móti Slóvakíu. Vísir/Anton Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30
Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45