Valdi leðurjakka og gallabuxur frekar en prinsessukjól Ritstjórn skrifar 1. mars 2016 15:45 Glamour/Getty „Ég get lofað þér að ég lít fáránlega út í fallegum hönnunarkjól. Kjólinn mundi líklega renna sjálfum sér niður og hlaupa burt frá mér, í alvöru,“ segir búningarhönnuðurinn og Óskarverðlaunahafinn Jenny Beavan í viðtali við Daily Mail en fataval hennar á nýafstaðinni Óskarverðlaunahátíð vakti þó nokkra athygli. Jenny skar sig heldur betur úr hópnum þegar hún mætti í gallabuxum og leðurjakka frá M&S enda er algengara að gestir klæðist galaklæðnaði á hátíð sem þessari. Búningarhönnuðurinn, sem hlaut gullstyttuna eftirsóttu fyrir búningana í myndinni Mad Max: Fury Road, hefur bæði fengið lof og last fyrir klæðaburð sinn á hátíðinni. Farið hefur af stað klippa frá hátíðinni þar sem Jenny er á leiðinni upp á svið að taka á móti verðlaununum og nokkrir gestir, þar á meðal The Revenant leikstjórinn Alejandro González Iñárritu, virðast ekki klappa fyrir henni. Sjá klippu neðst í fréttinni. Jenny segist sjálf elska vinnuna sína, að klæða annað fólk og láta það líta vel út en sjálf geti hún ekki hugsað sér að gera sjálfan sig til á þennan máta. Hún vann einnig Bafta verðlaunin fyrir sömu mynd fyrr á árinu þar sem Stephen Fry fékk að heyra það á Twitter eftir að hafa kallað hana „bag lady“. Jenny gerir lítið úr því máli enda hún og Fry góðir vinir. Glamour finnst Jenny Beavan vera töffari sem fer sínar eigin leiðir - og má alveg vera í gallabuxum og leðurjakka ef henni sýnist svo. Óskarinn Mest lesið Verslað í kóngsins Kaupmannahöfn, að hætti Glamour Glamour Breska prinsessan framan á Vogue Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Vel skóuð inn í veturinn Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Britney Spears söngleikur í vinnslu Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Nike í samstarf við Supreme og NBA Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour
„Ég get lofað þér að ég lít fáránlega út í fallegum hönnunarkjól. Kjólinn mundi líklega renna sjálfum sér niður og hlaupa burt frá mér, í alvöru,“ segir búningarhönnuðurinn og Óskarverðlaunahafinn Jenny Beavan í viðtali við Daily Mail en fataval hennar á nýafstaðinni Óskarverðlaunahátíð vakti þó nokkra athygli. Jenny skar sig heldur betur úr hópnum þegar hún mætti í gallabuxum og leðurjakka frá M&S enda er algengara að gestir klæðist galaklæðnaði á hátíð sem þessari. Búningarhönnuðurinn, sem hlaut gullstyttuna eftirsóttu fyrir búningana í myndinni Mad Max: Fury Road, hefur bæði fengið lof og last fyrir klæðaburð sinn á hátíðinni. Farið hefur af stað klippa frá hátíðinni þar sem Jenny er á leiðinni upp á svið að taka á móti verðlaununum og nokkrir gestir, þar á meðal The Revenant leikstjórinn Alejandro González Iñárritu, virðast ekki klappa fyrir henni. Sjá klippu neðst í fréttinni. Jenny segist sjálf elska vinnuna sína, að klæða annað fólk og láta það líta vel út en sjálf geti hún ekki hugsað sér að gera sjálfan sig til á þennan máta. Hún vann einnig Bafta verðlaunin fyrir sömu mynd fyrr á árinu þar sem Stephen Fry fékk að heyra það á Twitter eftir að hafa kallað hana „bag lady“. Jenny gerir lítið úr því máli enda hún og Fry góðir vinir. Glamour finnst Jenny Beavan vera töffari sem fer sínar eigin leiðir - og má alveg vera í gallabuxum og leðurjakka ef henni sýnist svo.
Óskarinn Mest lesið Verslað í kóngsins Kaupmannahöfn, að hætti Glamour Glamour Breska prinsessan framan á Vogue Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour Vel skóuð inn í veturinn Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Britney Spears söngleikur í vinnslu Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Nike í samstarf við Supreme og NBA Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour